10. fundur 03. nóvember 2022 kl. 14:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá
Í upphafði fundar óskaði Auðunn Steinn Sigurðsson, formaður byggðaráðs eftir því að tveimur málum verði bætt á dagskrá og verða það mál nr. 6 og 7.

Samþykkt samhljóða.

1.Greiðslur fyrir nefndastörf

2211002

Það er ekki fullkomið samhengi í því hvernig borgað er fyrir nefndarstörf starfsmanna sveitafélagsins og sveitastjóra er falið að koma með tillögu að nálgun sem er eins fyrir alla. Eins þarf að yfirfara greiðslur til nefndamanna hvað varðar fastar greiðslur.

2.Fasteignamál

2211003

Búið er að halda aðalfund í Fasteignafélagi Húnabyggðar (áður Fasteignafélag Húnavatnshrepps), þar sem kosin var ný stjórn og nýr framkvæmdastjóri settur til starfa.
Lagt er til að sveitarfélagið gangi frá kaupum á Húnabraut 5 sem fyrst og að lögð verði áhersla á að hæðin á Hnjúkabyggð 33 verði seld sem fyrst.

3.Dæluhús við Flúðabakka

2211001

Kynntar voru niðurstöður útboðs þar sem komu inn tvö tilboð frá Hafurð og Trésmiðjunni Stíganda. Lægsta tilboðið var frá Hafurð en það var 108% af kostnaðaráætlun og var því tilboði tekið og eru framkvæmdir þegar hafnar.

4.Fjármál

2211004

Vinna við sameiningu efnahagsreikninga sveitafélaganna stendur enn yfir og líkur á næstu vikum.
Fyrsta greiðsla frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitafélaganna upp á 60.000.000.kr. hefur borist og seinni greiðslan kemur í desember.

5.Erindisbréf

2211009

Sveitastjóri falið að skoða öll erindisbréf saman með formönnum nefnda og samræma texta um hvernig hlutir eru gerðir. Fastanefndirnar tryggi að hlutverk þeirra sé skýrt.

6.Refaveiðar

2211016

Kalla þarf á fund í landbúnaðarnefnd og sameina reglur um refaveiðar.

7.Brunavarnir

2211017

Lagt er til að sveitastjórn taki tilbaka þá ákvörðun um að skipa stjórn yfir Brunavarnir.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?