6. fundur 08. september 2022 kl. 15:00 - 17:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Valdimar O. Hermannsson
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson
Dagskrá

1.Reglur um úthlutun nýrra lóða

2209003

Umræður um almennar lóðaúthlutunarreglur og reglur fyrir nýbyggingasvæði.
Þorgils Magnússon, Byggingarfulltrúi fór yfir minnisblað um mögulega tilhögun á lóðaúthlutun í nýju hverfi, drög að reglum fyrir úthlutun byggingarlóða í Húnabyggð og
reglur hjá nokkrum sveitarfélögum til viðmiðunar. Málið verður tekið fyrir til kynningar á fundi Skipulagsnefndar í næstu viku, og einnig á fundi sveitarstjórnar, en kemur síðan aftur fyrir fund byggðaráðs til frekari vinnslu.

2.Tillögur að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks á leikskóla

2208019

Tillögur að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum og bæta starfsumhverfi á leikskólum Húnabyggðar sem Ásdís Ýr hefur unnið í samstarfi við stjórnendur leikskólans.
Erindi vísað til byggðaráðs frá 7. fundi sveitarstjórnar til frekari vinnslu.
Byggðaráð samþykkir fram lagðar tillögur fyrir sitt leyti og þakkar fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögurnar. Kostnaði vísað til endurskoðunnar/viðauka við fjárhagsáætlun 2022, og til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

3.Byggðamerki

2206054

Skipan fulltrúa sveitarstjórnar í matsnefnd um val á byggðarmerki fyrir Húnabyggð.
Samkvæmnt ákvörðun sveitarstjórnar þá hefur verið auglýst eftir tillögum um byggðamerki fyrir Húnabyggð, og var frestur til að skila tillögum til 1. sept.,2022. Alls komu 17 tillögur innan þess frests sem gefin var.
Þegar hafa verið skipaðir í matsnefnd þeir Gísli Arnarson, Formaður FÍT, og Hringur Hafsteinsson Framkvæmdastjóri Gagarín.
Formaður byggðaráðs lagði til að fulltrúi sveitarstjórnar verði Pétur Arason sveitarstjóri. Samþykkt samhljóða.

4.Notendaráð

2208026

Farið yfir leiðbeiningar og fyrirmynd af samþykktum fyrir notendaráð.
Óskað hefur verið eftir tilnefningum í Notendaráð frá ÖBÍ og Þroskahjálp, eins og gert er ráð fyrir í reglum um Notendaráð. Tilnefningar hafa ekki borist en fyrir fundinum liggja leiðbeiningar frá ÖBÍ og Samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Akureyrarbæ. Áfram verður unnið að tilnefningum fyrir Notendaráð Húnabyggðar.

5.Fjárhagsáætlun 2023

2208010

Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir 2023.
Gerð hefur verið uppfærð tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023, en einnig var haldinn fundur með endurskoðendum KPMG um mögulega aðkomu þeirra að þessari vinnu og breyttu vinnulagi. Sveitarstjóri greindi frá þeim áherslubreytingum sem kynntar voru. Einnig var rætt um tilhögun undirbúnings á framkvæmdum og fjárfestingum næstu ára, þar sem byggðaráð myndi bera mesta ábyrgð og kalla til þá aðila sem gætu legt þar gott til.

6.Dælustöð - útboð v. hús

2209007

Útboðslýsing og uppdrættir að dæluhúsi við Flúðabakka.
Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir fram lögð gögn og felur STOÐ ehf að auglýsa útboðið samkvæmt umræðu á fundinum.

7.Vatnslögn upp á skotíþróttasvæði Markviss.

2209009

Skotfélagið Markviss óskar eftir að kanna möguleika á vatnslögn á svæði félagsins.
Málinu vísað til vinnu við fjárhagsaætlun 2023, þar sem kostnaður við framkvæmdir verða metnar.

8.Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

2209008

Fyrir liggur samningur ásamt erindisbréfi og viðauka við sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu samkv. nýjum lögum.
Byggðráð Húnabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir með hlutaðeigandi. Hvatt er til þess að samræmi ríki varðandi starfsemi þeirra þriggja umdæmmisráða sem eiga að starfa á landinu. Þá samþykkir byggðaráð fram komna tillögu um að Akureyri verði fyrsta sveitarfélagið til þess að annast umsýslu umdæmisráðsins á landsbyggðinni.

9.Framkvæmdir 2022

2202019

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda.
Farið var yfir stöðu helstu framkvæmda ársins, sem verið hafa til umfjöllunar á síðustu tveimur fundum byggðaráðs ásamt samskipti við Vegagerðina frá síðasta fundi.
A. Fulltrúi Vegagerðarinnar hefur samþykkt að mæta á næsta fund byggðaráðs, og einnig að áætlað sé að fara í umbeðnar lagfæringar við Klifið hjá Bollastöður fyrir veturinn.
B. Rætt var um stöðu á endurnýjun á götulýsingu bæði í þéttbýli og í dreifbýlinu. Þarf að skoða stöðu og áætlun.
C. Byggðaráð felur sveitarstjóra, ásamt hlutaðeigandi, að setja á stað hönnun og kostnaðargreiningu á endurbættri Ennisbraut, frá nýjum Þverárfjallsvegi að núverandi klæðningu.
D. Klára þarf uppbyggingu á reiðvegi við Miðholtið ásamt tengingu við þjóðveginn, samkvæmt leiðbeingum Vegagerðarinnar.

10.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

2209002

Með skipunarbréfi dags. 11. júlí sl. var skipaður starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Sérstaklega er tiltekið að starfshópurinn starfi náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Einnig er gert ráð fyrir samráði við hagaðila, hlutaðeigandi ráðuneyti eða stofnanir eftir því sem við á.
Húnabyggð er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í bréfinu til starfshópsins fyrir 30. september n.k.
Byggðaráð Húnabyggðar fagnar því að mótuð verði stefna um nýtingu vindorku á Íslandi og að ofangreindur starfhópur taki saman tillögur og ýmis sjónarmið í því sambandi. Byggðaráð vísar málinu til umsagnar bæði Skipulagsnefndar og Umhverfisnefndar, og mun kalla eftir sjónarmiðum innan tilskilins fresta, eða fyrir 30. september n.k.

11.SSNV - fundargerð 81. fundar stjórnar

2209001

Fundargerð 81. fundar stjórnar SSNV frá 24. ágúst 2022.
Lögð fram til kynningar.

12.SSNV - fundargerð 82. fundar stjórnar

2209004

Fundargerð 82. fundar SSNV frá 31. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar

13.SSNV - fundargerð 83. fundar stjórnar

2209005

Fundargerð 83. fundar stjórnar SSNV frá 6. september 2022.
Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir með stjórn SSNV og byggðaráði Skagafjarðar vegna vaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Í bókun byggðaráðs Skagafjarðar segir m.a. "Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan vegin undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið." Skipaður hefur verið starfshópur félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað folk og skorar byggðaráð Húnabyggðar á ráðherra að hraða þeirri vinnu. Byggðaráð tekur jafnframt undir bókun stjórnar SSNV um að bregðast þurfi við vandanum með auknum fjárframlögum strax á þessu ári.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?