3. fundur 19. júlí 2022 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson starfandi sveitarstjóri
Dagskrá

1.MSÍ - Umsögn vegna aksturíþróttakeppni

2207025

Erindi frá Eggerti Magnússyni fyrir hönd MSí og MOTOMOS er varðar umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar aksturíþróttakeppni í landi Saurbæjar í Vatnsdal 13. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstursíþróttakeppni- Enduro í Vatnsdal - í landi Saurbæjar í Vatnsdal. Leyfið er gefið út skv. 3. gr. reglugerðar nr. 507/2007. Byggðaráð vill jafnframt benda leyfisumsækjanda á 7. gr. reglugerðar nr. 507/2007, en þar stendur: "Við allan undirbúning og framkvæmd aksturskeppni ber að taka tillit til þess að keppni og annar akstur keppenda valdi eigi öðrum verulegum óþægindum eða hættu eða skemmdum á vegi eða náttúruspjöllum".

2.Skipulag og skjöl ehf - Minnisblað

2207021

Minnisblað frá Ölfu Kristjánsdóttur upplýsingafræðingi hjá Skipulagi og skjölum ehf er varðar skjalstjórnun í sameinuðu sveitarfélagi
Í minnisblaði er stöðu skjalamála hjá Húnavatnshrepp annars vegar og Blönduósbæ hins vegar miðað við heimsókn og upplýsingaúttekt á staðnum þann 11.07.2022. Þá er einnig lagður til Verksamningur sem felur í sér "Skjalastjórnun fyrir Húnabyggð - úttekt, úrbætur og fræðsla". sem unnin væri frá júlí/ágúst 2022 til 1. apríl 2023, eða í samráði við verkkaupa. Byggðaráð samþykkir fram lagðan verksamning og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. Þá er kostnaði vísað til endurskoðunar/viðauka fjárhagsáætlunar 2022, og til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

3.Aðgerðastjórn almannavarna í héraði á Norðurlandi vestra

2207013

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra er varðar aðgerðarstjórn almannavarna í héraði á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar, en byggðaráð telur nauðsynlegt að aðgerðarstjórn hafi einnig aðstöðu í Húnabyggð, þar sem vinna er hafin við aðstöðusköpun hjá viðbragðsaðilum á svæðinu.

4.Þroskahjálp - Notendaráð við fatlað fólk

2207012

Erindi frá Þroskahjálp þar sem óskað er eftir upplýsingum um notendaráð við fatlað fólk í sveitarfélaginu
Fyrir liggur að Húnabyggð mun skipa í notendaráð við fatlað fólk í sveitarfélaginu og er því vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

5.Innviðaráðuneyti - Viðbrögð sveitarfélaga við upplýsingaöflun nefndar við undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks

2207023

Erindi frá Innviðarráðuneytinu er varðar viðbrögð sveitarfélaga við upplýsingaöflun nefndar við undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks
Byggðaráð felur sveitarstjórum að svara erindinu, eftir því sem við á, en þessi mál hafa verið rekin í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem Skagafjörður hefur verið leiðandi sveitarfélag.

6.Innviðaráðuneytið - Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða

2207024

Erindi frá Innviðaráðuneytinu er varðar rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum
Byggðaráð fagnar fram lögðum "Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023- 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum." og mun skoða vel hvernig þessi rammasamningur getur nýst Húnabyggð.

7.Forgangsröðun framkvæmda og áherslur-tillögur til nýrrar sveitarstjórnar

2206045

Staða framkvæmda
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda, en málið var einnig til umfjöllunar á síðasta fundi byggðaráðs.

8.Starfsmannamál

2207026

Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir stöðu starfsmannamála,er varðar skrifstofu og þjónustumiðstöð, en hann mun jafnframt kynna hana fyrir nýjum sveitarstjóra á næstu dögum og vikum.

9.SSNV - fundargerð 78. fundar stjórnar

2207008

Fundargerð frá 78. fundi stjórnar SSNV frá 21. júní 2022
Byggðaráð tekur undir bókun SSNV, er varðar stöðu sauðfjárbænda, samkvæmt lið 10.a) í fundargerð 78.fundar.

10.SSNV - fundargerð 79. fundar stjórnar

2207009

Fundargerð frá 79. fundi stjórnar SSNV frá 1.júlí 2022
Lagt fram til kynningar.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 910. fundar stjórnar

2207010

Fundargerð frá 910. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2022
Lagt fram til kynningar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 911. fundar stjórnar

2207011

Fundargerð frá 911. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. júní 2022
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?