1. fundur 14. júní 2022 kl. 15:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir varaformaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hlín Baldursdóttir gestur
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Einar K. Jónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O. Hermannsson
Dagskrá
Berglind Hlín Baldursdóttir og Edda Brynleifsdóttir eru áheyrnarfulltrúar.

1.Sorphirða í Húnavatnssýslum

2205002

Stutt samantekt um stöðuna og næstu skref.
Gerð var grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af EFLU fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslum á undanförnum misserum og kynningu sem fram fór á stöðunni þann 05.04.2022. Í minnisblaði sem liggur fyrir fundinum eru tillögur um næstu skref. Byggðaráð vísar málinu til kynningar til umhverfisnefndar og frekari skoðunnar.

2.Innviðaráðuneyti - Almenningssamgöngur á íslandi

2206005

Starfshópur skipaður af Innviðaráðherra sem hefur það hlutverk að koma með tillögur sem nýtast eiga við smíði frumvarps tl fyrstu heildarlaga um almenningssamgöngur á Íslandi er nú að störfum.
Starfshópurinn býður sveitarfélaginu að senda 1-2 fulltrúa til að taka þátt í vinnustofunni sem mun fara fram í gegn um fjarfundarbúnaðinn "Teams".
Lagt fram til kynningar, en SSNV hefur farið með málefni almenningssamgangna á Norðurlandi vestra, og um landið.

3.Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

2206006

"Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023".
Erindinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

4.Lagning ljósleiðara á Blönduósi

2206017

Míla vinnur nú að því að leggja ljósleiðara til heimila víðsvegar um landið. Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og mun það taka nokkur ár að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins.
Taka þarf afstöðu til kostnaðarþátttöku vegna íbúða sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í kostnaði fyrir sínar íbúðir enda hefur verið hvatt til þess að ljósleiðaravæðing þéttbýlisins verði flýtt eins og kostur er.

5.Félagsheimilið - gluggaskipti og útveggjaklæðning

2206009

Staða og viðbót við upphaflega verkáætlun.
Byggðaráð óskar eftir að fá núverandi stöðu á verkefninu og kostnaðaráætlun á viðbót. Einnig er óskað eftir að fá tilboð í að klæða vesturgaflinn ásamt glugga og gluggaskiptum.

6.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - samningur um styrk

2206011

Til kynningar.
Byggðaráð fagnar styrk í þetta þarfa verkefni sem nýtur nú vaxandi athygli.

7.Umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna 2022

2206012

Blönduósbær og Húnavatnshreppur sendu inn tvær umsóknir um fjárframlag vegna sérstakra vibótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2022.
Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsendar umsóknir að upphæð 301.600 kr. og mun fjármagn verða lagt inn á reikning sveitarfélaganna á næstu dögum.
Byggðaráð fagnar fjárframlagi til viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2022, og felur Menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúa ráðstöfun fjársins í samráði við Félagsþjónustuna, Félagsstarf aldraðra og Félag eldri borgara.

8.Norðurá bs - Fundargerð stjórnar nr. 102

2206003

Fundargerð 102. fundar stjórnar Norðurá bs. ásamt fylgigögnum.
Lagt fram til kynningar.

9.Innleiðing kerfa

2206014

Byggðaráð samþykkir tillögu starfandi sveitarstjóra um að Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari sveitarfélagsins muni sjá um innleiðingu kerfa sem snúa að fjárhag, bókhaldi og launakerfum sveitarfélagsins.

10.Starfsmannamál

2206013

Byggðaráð fór yfir stöðu á starfamannamálum sveitarfélagsins.

11.Val á endurskoðunarfyrirtæki

2206016

Byggðaráð samþykkir tillögu starfandi sveitarstjóra að ganga til samninga við KPMG, um endurskoðun fyrir Húnabyggð, en KPMG hefur séð um endurskoðun fyrir bæði Blönduósbæ og Húnavatnshrepp.

12.Samþætting skólastofnanna

2206015

Byggðaráð vísar því til Fræðslunefndar að taka að sér samþættingu leik- og grunnskóla, með því að kalla til fulltrúa allra þeirra aðila sem njóta þjónustu þeirra.

13.Akstur í FNV í haust - vegna starfsbrautar

2206010

Fyrir fundinum liggja drög að kostnaðaráætlun um akstur unglinga til FNV sem eiga rétt á akstri vegna náms á starfsbraut samkvæmt skóladagatali. Byggðaráð samþykkir erindið. Jafnframt vill byggðaráð kanna möguleika á frekari útvíkkun þjónustunnar til annarra nemenda FNV.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?