Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2108001
Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri og Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs mæta undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 18:15.
2108001
Fundi slitið - kl. 18:15.

Haldinn var fundur með öllum deildum þann 2/12.´21, þar sem óskað var eftir mögulegum hagræðingaaðgerðum frá deildum.
Byggðaráð fór vandlega yfir fram lagðar tillögur deilda og einnig aðrar mögulegar aðgerðir sem gætu orðið til lækkunar á kostnaðarliðum fjárhagsáætlunar fyrir 2022.
Þá fór Ágúst Þór Bragason yfir stöðu framkvæmda og kostnaðar á þeim verkefnum sem hafa verið í gangi inná síðari hluta ársins, og ekki hafa verið gerð upp, eins og vinna við verknámsbyggingu grunnskóla og veituframkvæmdir. Umræður urðu um stöðu þessara mál.
Að loknum ítarlegum umræðum um stöðu vinnunar þá var skrifstofu- og fjármálastjóra, ásamt sveitarstjóra falið að uppfæra fjárhagsáætlun 2022, í samræmi við umræðu og ákvarðanir á fundinum, og leggja fyrir byggðaráð til lokayfirferðar og síðan til síðari umræðu og staðfestingar sveitarstjórnar.