9. fundur 25. september 2023 kl. 13:00 - 14:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson varamaður
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
Dagskrá

1.Styrkumsóknir - fremkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024

2308029

Áhersluverkefni í ferðamannamálum og styrkumsóknir.
Sex verkefni kynnt og nefndin leggur til að þeim verið fækkað í fjögur með því að setja brúarverkefni í gönuleiðaverkefni og með því að tengja Klifamýrarverkefnið við gamla bæinn.

Lagt til að fundur verði haldin 11.10.2023 þar sem verkefnastjóri fer yfir stöðu umsókna.

2.Önnur mál

2206034

Rætt um hafnaraðstöðuna og að þar þurfi að gera lágmarks lagfæringar þannig að nota megi höfnina með góðu móti (færa ramp, breyta grjótgarði inn í höfninni til að minnka endurkast, krani o.fl.).

Fjallað um Vatnsdalshátíð sem haldin var í fyrsta skipti í sumar. Hátíðin heppnaðist mjög vel og ótrúlega vel ef miðað er við stuttan fyrirvara og fáar hendur sem unnu mikið verk. Undirbúa þarf þennan viðburð fyrir næsta ár og gera það tímanlega. Einnig mætti skoða aðkomu félaga á svæðinu.

Í sumar kom upp hugmynd um að halda hátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina og nefndin leggur til að þessi hugmynd verði skoðuð af alvöru fyrir næsta ár.

Lagt til að skoðað verði að halda eitt stórt sameiginlegt þorrablót sem gæti verið frábært sameiningartákn nýs sveitarfélags.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?