8. fundur 25. ágúst 2023 kl. 15:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri
Dagskrá

1.Húnabyggð - Stað verkefna tengd ferðamálum

2308028

Staða í verkefnum tengd ferðamálum
Vatnsdalsverkefnið sem rúmar ýmiskonar verkefni í Vatnsdal og svæðinu þar í kring hefur verið í fókus í sumar og gaman að segja frá því að við höfum náð að klára ýmislegt í kringum það verkefni. Gamli bærinn er í þróun og einkaaðilar hafa dregið vagninn þar en sveitarfélagið hefur unnið að gerð 3D módels og eins hefur mikil vinna verið undanfarið í deiliskipulagsmálum svæðisins.

2.Styrkumsóknir - framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024

2308029

Styrkumsóknir
Skilgreind voru sex stór verkefni sem þarf að móta og vinna með, tala þarf við ferðaþjónustu- og aðra hagsmunaaðila og fá þeirra rödd inn í þau verkefni sem þarf að vinna með áfram. Verkefnið er að skilgreina fimm verkefni og sækja styrki í þau. Verkefin sex sem skilgreind voru á fundinum eru:
1.Gamli bærinn (UNESCO, 3D módel, Klifamýri, umhverfi og opin svæði, brú o.fl.)
2.Vatnsdalur (Þrístapar, Ólafslundur, Skólahús, Þingeyrar, Forsæludalur, Álka, Vatnsdæla o.fl.)
3.Húnaver (Þrándarhlíðarfjall, Laxárdalur, Svartárdalur o.fl.)
4.Norðurstrandar gönguleið í Húnabyggð (Blanda, Hrútey, Bolabás, Þingeyrar, hringsjá o.fl.)
5.Hveravellir (hálendið)
6.Húnaflói (Hornstrandir, Flóabardagi, hvalaskoðun, sjóstöng, lundar, selir, sjófuglar o.fl.)

3.Húnaver

2212002

Húnaver
Farið yfir starfsemi verktaka í þeim skammtíma samningi sem nú er í gildi. Nefndin bindur vonir við að langtíma samningi við rekstraraðila verði náð, en að öðrum kosti verði svæðið auglýst aftur.

4.Húnabyggð - Atvinnumál

2308030

Atvinnumál í Húnabyggð
Rætt vítt og breytt um atvinnumál, en sveitarfélagið hefur hafið en ekki lokið stefnumótun þar sem atvinnumál eru að sjálfsögðu stór málaflokkur. Vegna þeirrar stöðu sem sveitarfélagið er í vegna sameiningar og vöntunar á gegnsæi í fjármálum sveitarfélagsins hefur ekki legið fyrir sérstök framkvæmdaáætlun þó finna megi áætlun um fjárfestingar í fjárhagsáætlun árins 2023. Þetta er eitthvað sem má laga þannig að fyrirtæki á svæðinu geti haft hugmyndir um stærstu verkefni hvers árs. Stærri mál eru mál eins og orkumál og heitt vatn en mikil vinnna hefur verið unnin á árinu til að fá betri stöðu í þau mál. Þetta eru mjög flókin mál og ekki á hendi sveitarfélagsins að leysa en mikil vinna er nú í gangi í samtökum orkusveitarfélaga að fá orkulögum breytt. Sveitarfélagið velur að vera bjartsýnt um að í þessum málum finnist farsælar lausnir.

5.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Kynnt erindi frá Arngrími Jóhannssyni um Norðurslóðarsetrið sem er heimilislaust þessa dagana.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?