3. fundur 03. nóvember 2022 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
  • Davíð Kr. Guðmundsson ritari
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Félagsheimili sveitarfélagsins

2210029

Rætt var um félagsheimili í eigu sveitafélagsins og nauðsyn þess að marka stefnu um framtíð þessara húsa. Ákveðið var að hefja samtal við þá hagsmunaaðila sem nota Húnaver og Dalsmynni og heyra þeirra sjónarmið. Einng var ákveðið að gera greinagóða samantekt á kostnaði sveitafélagsins við félagsheimilin þrjú og einnig hvaða framkvæmdir eru þegar ákveðnar og/eða liggja fyrir. Að sama skapi að útbúa einfaldar viðskiptaáætlanir fyrir húsin þ.e. að átta sig á því hvaða tekjur þessi hús geti búið til. Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar í Húnaveri og skoða þær framkvæmdir sem þar eru í leiðinni.
Athuga þarf hvaða hlutverki fyrrverandi hússtjórnir gegni í nýju sveitafélagi og hvort ekki þurfi að skipa nýja stjórn yfir húsin.

2.Þrístapar

2211005

Búið er verið að funda með söluaðila salernis sem setja á upp við Þrístapa. Það eru ýmis atriði er varðar rekstur og viðhald salernisins sem ekki eru ljós. Nefndin mun skoða hvort að hægt sé að færa salernið frá Þrístöpum í Ólafslund. Þetta tengis hugmynd um að sjá svæðið í stærra samhengi þ.e. Þrístapar, Skólahúsið og Ólafslundur.

3.Erindisbréf atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar

2211006

Nefndin vísar til sveitastjórnar að snjómokstur og umferðaöryggi eigi ekki heima í nefndinni. Snjómokstur og umferðaöryggi ættu að vera í skipulagsnefnd.

4.Stekkjavík

2211007

Hugmyndir kynntar um að skoða uppbyggingu græns iðngarðs við eða í tengslum við Stekkjavík. Umræður og hugmyndavinna á frumstigi og þetta verður kynnt betur þegar búið er að safna saman meiri upplýsingum.

5.Ýmislegt

2211008

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?