Vatnsdæla 2025
Eins og undanfarin ár verður Vatnsdælan haldin í ár en nú með aðeins öðru sniði en áður. Aðaldagskráin fer fram föstudaginn 29. ágúst, en einnig verður dagskrá laugardaginn 30. ágúst.
Í forgrunni á föstudaginn eru tveir viðburðir:
- Formleg opnun Þrístapa
- Afhending Vatnsdælurefilsins
Opnun Þrístapa, föstudaginn 29. ágúst kl. 14:00 á Þrístöpum
Þrístapar hafa verið opnir sem ferðamannastaður í um tvö ár og hlotið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2024. Nú fer fram formleg opnun staðarins með stuttri dagskrá við aftökustaðinn.
Á opnuninni koma fram:
- Hringur Hafsteinsson, hönnuður verkefnisins
- Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum
- Eva Einarsdóttir frá Amnesty International á Íslandi
- Ferðamálastofa afhendir formlega Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2024
- Bára Grímsdóttir sem flytur lagið Agnes og Friðrik eftir Bubba Morthens
Afhending Vatnsdælurefilsins, föstudaginn 29. ágúst kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni
Vatnsdælurefilinn er einn af lengstu reflum í heimi og sá fyrsti sem hafinn var á Íslandi verður formlega afhentur Húnabyggð af Jóhönnu Pálmadóttur við hátíðlega athöfn. Refillinn er einstakt listaverk sem fangar menningarsögulegan arf svæðisins eftir 12 ára vinnu fjölda handverksfólks.
Á hátíðardagskránni koma m.a. fram:
- Logi Einarsson, menningarmálaráðherra
- Jóhanna Pálmadóttir
- Ása Ketilsdóttir, skáld
- Bára Grímsdóttir og Chris Foster, kvæðamenn
- Pétur Arason, sveitarstjóri
Gestum verður einnig boðið að ávarpa samkomuna. Þegar ræðum og tónlistarflutningi lýkur verður hægt að skoða refilinn og loks fer fram uppboð á listaverkum sem unnin hafa verið upp úr honum. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð Vatnsdælurefilsins.
Fundarstjóri og uppboðshaldari: Gísli Einarsson
Refillinn verður einnig til sýnis laugardaginn 30. ágúst frá klukkan 10:00–14:00.
Sinfó í sundi, föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í sundlauginni á Blönduósi
Þessum mikla menningardegi lýkur með tónum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljómandi um sundlaugina á Blönduósi. Þar munu hljóðfæraleikarar frá Sinfóníuhljómsveitinni spila fyrir sundlaugagesti í beinu streymi og hafa gestir tök á að synda í gegnum hljómana.
Frítt er í sund á meðan á tónleikunum stendur!