28. ágúst 2025
Fréttir
Vegna vinnu við stækkun spenna í aðveitustöðinni á Laxárvatni og vegna aðgerða til styrkingar á dreifikerfi okkar þurfum við að rjúfa strauminn.
Rafmagnslaust verður í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd sem hér segir:
- Mánudaginn 1. september frá kl. 05:00 til 07:00
- Fimmtudaginn 4. september frá kl. 23:00 til kl. 05:00 að morgni 5. september.
Í viðhengi er kort af því svæði sem mun verða fyrir rafmagnsleysi.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband við stjórnstöð okkar í síma 528 9000.