Frá og með laugardeginum 3.maí og út laugardaginn 10.maí þá býðst íbúum í Húnabyggð að losa endurgjaldslaust garða-, og gróðurúrgang í sérmerktan gám á gámasvæði Húnabyggðar.
 
Nú í upphafi sumars þá hvetjum við alla til þess að hreinsa vel til í görðum sínum og nærumhverfi og nýta sér það að skila af sér án endurgjalds. Að sjálfsögðu bendum við á að aðeins garðaúrgangur fer í þennan sérmerkta gám, því þarf að losa úrgang úr plastpokum, kerrum og öðrum ílátum. Tökum okkur nú til og vinnum þetta í sameiningu og gerum þetta vel svo mögulegt sé að bjóða oftar uppá endurgjaldslausa losun í hreinsunarátökum til framtíðar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?