Stuðningsfulltrúi í Húnaskóla og starfsmaður í stoðþjónustu

100% staða sem felst í stöðu stuðningsfulltrúa í grunnskóla og félagslegri liðveislu fyrir og eftir skóla. Óskað er eftir einstakling sem eru tilbúinn til að starfa við fjölbreyttar, stundum mjög krefjandi aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúinn er kennara m.a. til aðstoðar í kennslustundum og fylgir nemanda í útiveru og hádegishlé. Starfsmaður í stoðþjónustu veitir frístunda- og félagslega aðstoð. Hann aðstoðar/leiðbeinir einstakling í daglegu lífi til að auka færni einstaklingsins og sjálfstæði félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum. Íslenskukunnátta er æskileg.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúinn er kennara m.a. til aðstoðar í kennslustundum og fylgir nemanda í útiveru og hádegishlé. Starfsmaður í stoiðþjónustu veitir frístunda- og félagslega aðstoð. Hann aðstoðar/leiðbeinir einstakling í daglegu lífi til að auka færni einstaklingsins og sjálfstæði félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Færni í samskiptum
  • Hæfni til að vinna í krefjandi aðstæðum bæði líkamleg og andlega
  • Góð íslenskukunnátta æskileg

Umsóknum þar sem fram kemur hvaða starf er verið að sækja um skal skilað ásamt kynningarbréfi, ferilskrá og meðmælendum í tölvupósti á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra, thorhalla@hunaskoli.is. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 455-4751 og hjá félagsmálastjóra Söru Lind Kristjánsdóttur í síma 865-4863. Umsóknarfrestur er til 1. september.

Umsækjendur mega ekki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Umsækjendur mega ekki hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (Kjölur eða Samstaða).

Getum við bætt efni þessarar síðu?