13. janúar 2026
Fréttir
Ný heimasíða hjá Leikskóla Húnabyggðar leit dagsins ljós nú í desembermánuði. Þar má finna ýmsar almennar upplýsingar um skólastarfið, meðal annars skóladagatal, starfsáætlun, handbók fyrir foreldra, umsókn um skólavist og umsókn um aksturstyrk leikskólabarna. Til hamingju með nýja heimasíðu öll sem koma að leikskólasamfélagi Húnabyggðar.
