Sveitarfélagið vill benda íbúum þéttbýlis Blönduóss að þörf er að skrá hunda sem eru í eigu þeirra. Árlegt leyfisgjald og skrásetningargjald er hægt að finna í gjaldskrá Húnabyggðar ásamt frekari upplýsingum. Sveitarfélagið miðlar því til íbúa að því fleiri hundar sem skráðir eru því betri upplýsingar höfum við til að taka ákvarðanir er varðar þjónustu til að betrumbæta okkar samfélag í málefnum hundahalds.

Inni í leyfisgjaldinu er innifalin ábyrgðartrygging fyrir hundinn ásamt aðgengi að árlegri hundahreinsun.

Við skráningu fær hundurinn einnig sér útbúið númer sem hægt er að hengja á ólina, sem veldur því ef hundurinn finnst einn þá er hægt að finna rétta eiganda í gegnum skráningu sveitarfélagsins.

Í leiðinni viljum við hvetja fólk til að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins eða þjónustumiðstöð ef það finnur hund með Húnabyggðar númer á ólinni, svo hægt sé að finna eiganda ef ske kynni að eigandi hafi ekki sínar upplýsingar einnig á ól hundsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?