Sigurður Erlingsson frá Performare og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG komu inn á fundinn undir liðum 1-2.
Grímur Rúnar Lárusson óskaði eftir fundarhléi í upphafi fundar.
Fundur hófst aftur klukkan 12:10.
Dagskrá
- 1.Samningur við Bríet
Jón Gíslason óskaði eftir fundarhléi 12:34.
Fundur hófst aftur klukkan 12:40.
Fyrir fundinum lá samningur við Bríet um kaup Bríetar á þremur íbúðum Húnabyggðar sem settar verða inn sem stofnfamlag í kaupum Bríetar á Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Með þessu fara sex íbúðir á Flúðbakka 5 inn í leigufélagið Bríet og íbúðirnar fara í útleigu. Stofnaframlag Húnabyggðar nemur um 27-30% af kaupverði eignanna á Flúðabakka 5. Stofnframlag Húnabyggðar er greitt sem hlutafé í leigufélaginu Bríet.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, EA og JG sitja hjá, samninginn við Bríet og að fela sveitarstjóra að skrifa undir hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Með samningi þessum er einnig viljayfirlýsing milli Bríetar og Húnabyggðar um frekari uppbyggingu Bríetar á Blönduósi. Unnið verður að skilgreiningu og útfærsu þess verkefnis í byrjun næsta árs. Sveitarstjórn fagnar þessum samningi og viljayfirlýsingu við Bríet sem mun efla sókn sveitarfélagsins og búa til fleiri búsetumöguleika fyrir íbúa Húnabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, EA og JG sitja hjá, viljayfirlýsinguna við Bríet og felur sveitarstjóra að skrifa undir hana fyrir hönd sveitarfélagsins.
- 2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Þorsteinn Þorsteinsson fór yfir viðauka 8 sem skilgreinist á eftirfarandi hátt:
- Seldar íbúðir til Leigufélagsins Bríetar ehf. fyrir 103 millj. kr. Bókfært verð íbúðanna nemur 12 millj. kr. og söluhagnaður er 91 millj. kr. Uppgreiðsla langtímalána nemur 15 millj. kr. og sveitarfélagið fær eignarhlut í Leigufélaginu Bríeti ehf. fyrir 88 millj. kr. Handbært fé er óbreytt.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, EA og JG sitja hjá, viðauka 8.
Grímur Rúnar Lárusson óskaði eftir fundarhléi 12:49.
Fundur hófst aftur klukkan 12:54.
Auðunn Steinn Sigurðsson lagði fram tillögu um að einum lið yrði bætt við áður auglýsta dagskrá sem heitir trúnaðarskylda og siðareglur kjörinna fulltrúa.
Tillagan var borin upp og samþykkt með samhljóða og kemur sem fjórði liður á dagskrá.
- 3.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar fundur
Fundargerð 51. fundar skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 63. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3-15 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
- Breyting á aðalskipulagi gamla bæjarins ogKlifamýrar
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun í Gamla bænum og Klifamýri. Erindið var síðast á dagskrá skipulags- og samgöngunefndar þann 2. september 2025 þar sem vinnslutillaga var samþykkt til kynningar. Kynning vinnslutillögu fór fram 15. september - 27. október 2025 og var íbúafundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 16. október s.l.
Skipulags- og samgöngunefnd hefur fjallað um þær athugasemda sem bárust við kynningu. Skipulags-og byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
- HB-Deiliskipulag gamla bæjarins
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Gamla bæjar og Klifamýri. Erindið var síðast á dagskrá skipulags- og samgöngunefndar þann 2. september 2025 þar sem vinnslutillaga var samþykkt til kynningar. Kynning vinnslutillögu fór fram 15. september 2025 - 27. október 2025 og var íbúafundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 16. október s.l.
Skipulags- og samgöngunefnd hefur fjallað um þær athugasemda sem bárust við kynningu. Skipulags-og byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
- Aðalskipulagsbreytingvestan Svínvetningarbrautar
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi landnotkunin opið svæði og deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka.
Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna voru nýttar við mótun skipulagstillögu.
Skipulags- og samgöngunefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2022 vegna þjónustulóðar við Svínvetningabraut skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst að lokinni athugun Skipulagsstofnunar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst að lokinni athugun Skipulagsstofnunar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Deiliskipulagvestan Svínvetningarbrautar
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustulóð við Svínvetningabraut.
Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka.
Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna voru nýttar við mótun skipulagstillögu.
Skipulags- og samgöngunefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulag þjónustulóðar við Svínvetningabraut skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúi verði falið að auglýsa tillöguna að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst að lokinni athugun Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Merkjalýsingvegna Merkjalækjar
Sigurður H. Pétursson sækir um hnitsetning landamerkja Merkjalæks, L145293, samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Stoð verkfræðistofu ehf. dagsettri þann 2. október 2025.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja hnitsetningu landamerkja.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Nautabú vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 9570m² vegsvæði úr landi Nautabús L144691 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Nautabú vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Kornsá vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 24.732m² vegsvæði úr landi Kornsá L144684 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 8. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Kornsá vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Kornsá 2 vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 20.946m² vegsvæði úr landi Kornsá 2 L144685 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 8. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Kornsá 2 vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Hnjúkur vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 60.570m² vegsvæði úr landi Hnjúks L144716 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Hnjúkur vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Breiðabólstaður 2 vegsvæði
Vegagerðin sækir um að stofna 4.196m² vegsvæði úr landi Breiðabólstaðs 2 L144705 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Breiðabólstaður 2 vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Breiðabólstaður 1 vegsvæði
Vegagerðin sækir um að stofna 24.120m² vegsvæði úr landi Breiðabólstaðs 1 L144702 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Breiðabólstaður 1 vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Miðhús vegsvæði
Vegagerðin sækir um að stofna 26.827m² vegsvæði úr landi Miðhúsa L144725 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Miðhús vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Litlu Sveinsstaðir vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 703m² vegsvæði úr landi Litlu Sveinsstaða L221013 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Litlu Sveinsstaðir vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Sveinsstaðarétt vegsvæði
Vegagerðin sækir um að stofna 398m² vegsvæði úr landi Sveinsstaðarétt L227455 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 7. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Sveinsstaðarétt vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- Merkjalýsing,Sveinsstaðir vegsvæði.
Vegagerðin sækir um að stofna 34.860m² vegsvæði úr landi Sveinsstaða L144729 undir vegsvæði Vatnsdalsvegar (722-01), samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Ástu Guðrúnu Beck dagsettri þann 15. maí 2025. Sótt er um að vegsvæðið fái staðfangið Sveinsstaðir vegsvæði.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun vegsvæðis.
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu landamerkjanna.
- 4.Trúnaðarskylda og siðareglur kjörinna fulltrúa
Forseti kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa Húnabyggðar sem samþykktar voru í upphafi kjörtímabils. Þá fór forseti yfir trúnaðarskyldu sveitarstjórnarmanna skv. 4. mgr 28. gr. sveitarstjórnarlaga sem kemur einnig fram í 19. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Uppi leikur rökstuddur grunur um að sveitarstjórnarmenn í minnihluta hafi framsent trúnaðargögn til óviðkomandi aðila. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til byggðaráðs til að kanna hvort tilefni sé til þess að fá álit nefndar á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga um ætluð brot á siðareglum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sverrir Þór Sverrisson bað um fundarhlé 13:10.
Fundur hófst aftur klukkan 13:15.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda erindið til byggðarráðs.
