27. fundur 28. nóvember 2023 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024

2310024

Fyrri umræða
Friðrik Halldór Brynjólfsson, fjármálastjóri Húnabyggðar, Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson frá Performance kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024, ásamt þriggja ára áætlun. Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun Húnabyggðar til Byggðarráðs til frekari vinnslu og jafnframt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna

2311015

Erindi frá sveitarfélaginu Skagabyggð er varðar mögulega sameiningu.
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að skipa fjóra fulltrúa fyrir sína hönd í vinnuhóp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna sem eru; Guðmundur Haukur Jakobsson, Auðunn Sigurðsson, Elín Aradóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Sveitarstjórar skulu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum vinnuhópsins.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 sat hjá (JG)

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?