24. fundur 12. september 2023 kl. 15:00 - 19:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir
    Aðalmaður: Edda Brynleifsdóttir
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál númer 13.

Samþykkt samhljóða.

1.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Kosið er um sæti í eftirfarandi nefndir og ráð:

Áheyrnarfulltrúi í byggðaráði í stað Eddu Brynleifsdóttur
Fram kom tillaga um Sverri Þór Sverrisson

Aðalmaður í Skipulags- og byggingarnefnd í stað Eddu Brynleifsdóttur
Fram kom tillaga um Sverri Þór Sverrisson

Varamaður í Skipulags- og byggingarnefnd í stað Sverris Þórs Sverrissonar
Fram kom tillaga um Maríönnu Þorgrímsdóttur

Varafulltrúi á þing SSNV í stað Eddu Brynleifsdóttur
Fram kom tilaga um Sverri Þór Sverrisson

Tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða.

2.Byggðasamlög

2211010

Húnabyggð óskaði formlega eftir slitum á byggðarsamlögum um Tónlistarskóla og Félags- og skólaþjónustu á fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2022. Áður höfðu öll aðildarsveitarfélögin samþykkt slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál. Við vinnu að slitum Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál var slitastjórnin sammála um að slíta þyrfti öllum byggðasamlögum samtímis. Síðan þá hefur forsvarsfólk sveitarfélaganna haldið nokkra fundi um hvernig þessum slitum gæti verið háttað en Húnabyggð óskaði eftir því að slitin gætu farið fram sem fyrst þ.e. fyrir lögbundin tveggja ára slitafrest sem væri við árslok 2024. Að málinu komu einnig ráðgjafar frá KPMG sem settu fram tillögur að tilstillan Húnabyggðar. Á þeim tíma sem liðin er hefur lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt og lítur Húnabyggð þess vegna á málið þannig að ekki liggji fyrir vilji hjá Skagaströnd og/eða Skagabyggð að slíta byggðarsamlögunum fyrr en árslok 2024.

Þannig lítur sveitarstjórn Húnabyggðar svo á að þau samningstilboð sem Húnabyggð hefur þegar sett fram séu af borðinu, enda hefur þeim ekki verið svarað.

Af þeim sökum áskilur sveitarstjórn Húnabyggðar sér rétt til að taka málið áfram út frá hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess.

Sveitarstjóra falið að upplýsa Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð um stöðu mála og vinna að tillögum um næstu skref sem lagðar verði fram á næsta fundi sveitartstjórnar.

3.Orkumál

2303005

Sveitarstjórn vill koma á framfæri að send hefur verið inn umsögn til vinnuhóps um skattlagningu orkuvinnslu en gríðarlegir hagsmunir eru þar í húfi fyrir sveitarfélagið.
Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3491

4.Eldislaxar

2309004

Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa.

Í Húnabyggð eru fjölmargar laxveiðiár og sumar þeirra með frægustu laxveiðiám landsins. Hér má t.d. nefna Vatnsdalsá, Laxá á Ásum, Fremri Laxá, Blöndu, Svartá, Gljúfurá, Laxá í Refasveit og Laxá í Laxárdal. Í Húnaþingi vestra eru ennfremur Hrútafjarðará, Víðidalsá, Miðfjarðará o.fl. og í Skagabyggð Hallá og Laxá á Skaga. Þá eru ónefndar allar árnar í Skagafirði en allt hafsvæði úti fyrir Norðurlandi vestra er friðað fyrir sjóeldi.

Það er einsýnt að friðun þessa svæðis eru orðin tóm þegar lax frá öðrum landsvæðum getur gengið óhindrað inn á svæðið sleppi þeir úr sjókvíum.

Það er ekki ætlun sveitarstjórnar að bera saman ólíka atvinnuvegi og fara þannig að meta hvaða fjárhagslegu hagsmunir eru ofar öðrum. Það er augljóst að atvinnuuppbygging er mjög mikilvæg fyrir landsbyggðina og smærri sveitarfélög. Það getur samt ekki verið þannig að atvinnuuppbygging á einu svæði hafi skaðleg áhrif á atvinnuuppbyggingu á öðru og geti mögulega eyðilagt áratuga uppbyggingu sterks vörumerkis sem villti íslenski laxinn sannarlega er.

Þá eru ótalin þau rök sem ættu að vega þyngst sem snúast um að vernda villt dýralíf í og við landið. Það er algjörlega ólíðandi að slíkir skammtímahagsmunir sem hér er um að ræða ráði för við mögulega eyðileggingu á vistkerfi sem hefur verið í þúsundir ára.

Það er og verður að vera hlutverk yfirvalda að stýra atvinnuuppbyggingu í landinu þannig að sómi sé af og sveitarstjórn Húnabyggðar mótmælir því kröftuglega að ekki séu strangari reglur og skilvirkara utanumhald um sjókvíaeldi. Það eru engin rök fyrir því að gera þetta þetta ekki vel, nema þau að það kosti peninga, sem eru að sjálfsögðu engin rök þegar umtalaðir hagsmunir eru undir.

Sveitarstjórn Húnabyggðar krefst þess að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið. Að öðrum kosti er verið að tefla í hættu villtum laxastofnum Íslands sem og afkomu fjölmargra landeigenda, rekstraraðila og starfsmanna sem starfa við rekstur sjálfbærrar laxfiskaveiði í Húnabyggð og annarsstaðar á landinu.
Sveitarstjórn skorar á forsvarsfólk fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum að koma og kynna sér ástand laxveiðiáa á svæðinu.

5.Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 5. júlí

2308033

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar frá 5. júlí sl.
Fundargerð 15. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

6.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11

2308004F

Fundargerð 11. fundar Fræðslunefndar lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Liðir 6.1, 6.2 og 6.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11 Þórhalla Guðbjartsdóttir lagði fram breytingatillögu að skóladagatali Húnaskóla 2023-2024, en skóladagatal hafði áður verið staðfest af fræðslunefnd 23. maí 2023.
    Um er að ræða óverulega breytingu á skóladagatali vegna tilfærslu starfsdaga í grunnskóla vegna sameiginlegra skipulagsdaga alls starfsfólks sveitarfélagsins við stefnumótunarvinnu.
    Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
    Bókun fundar Skóladagatal Húnaskóla 2023-2024 með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða af sveitarstjórn.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11 Formaður fór yfir hugmyndir að fyrirkomulagi áskrifta mötuneytisþjónustu í Húnaskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd leggur til að boðið verði upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk án endurgjalds líkt og síðasta skólaár. Boðið verði upp á tvær áskriftarleiðir fyrir hádegisverð, þ.e. mánaðaráskrift alla daga vikunnar eða skráningu í eina önn alla daga vikunnar. Einnig verði í boði síðdegishressing, þar sem nemendur geti valið ákveðna vikudaga í áskrift mánuð í senn. Þar sem sveitarfélagið er nú að hefja mötuneytisrekstur á eigin vegum er lagt til að fyrirkomulag mötuneytisþjónustu verði skoðuð eftir reynslu fyrstu mánuðina, eða fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2024 Bókun fundar Afgreiðsla Fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11 Sigríður Aadnegard lagði fram breytingatillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2023-2024, en skóladagatal hafði áður verið staðfest af fræðslunefnd 23. maí 2023.
    Breytingatillagan felur í sér fjölgun starfsdaga á leikskóla um 1,5 daga. Heildarfjöldi skipulagsdaga verður þannig 8,5 í stað 5 líkt og hefur verið undanfarin ár. Breytingin er annarsvegar tilkomin vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks og hins vegar vegna sameiginlegra skipulagsdaga alls starfsfólks sveitarfélagsins við stefnumótunarvinnu. Fræðslunefnd vill koma á framfæri að hvorug þessara breytinga er varanleg, þar sem hvorki er reiknað með að stefnumótun sveitarfélagsins né náms- og kynnisferðir starfsfólks verði árvissar.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
    Bókun fundar Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar 2023-2024 með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða af sveitarstjórn.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11 Leikskólinn opnar eftir sumarfrí 10. ágúst. Fyrirhugað var að elsti árgangur leikskólans og hluti af næst elsta árgangi skólans yrðu á sama stað og síðastliðið skólaár, þ.e. í kennslustofum í íþróttamiðstöðinni. Því miður hefur ekki verið lokið við þær framkvæmdir sem nauðsynlegar voru vegna aðgengismála svo að hópurinn geti verið á þessum stað. Til að bregðast við þessum aðstæðum hefur leikskólinn fengið aðstöðu á jarðhæð í elsta hluta grunnskólans (Gamla skóla) og mun hópurinn vera þar næsta skólaár.
    Margir kostir eru við þessa lausn, t.d. þurfa nemendur ekki úr húsi til að fara í mötuneytið, leikvöllurinn er nær og einfaldara er að nýta verkgreinastofur þegar þær eru lausar.

    Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til skólastjórnenda grunn- og leikskóla fyrir að bregðast hratt og vel við þessum breyttu aðstæðum í húsnæðismálum.

    Sigríður B. Aadnegard fór yfir þær endurbætur sem hafa verið unnar á leikskólanum Barnabæ í sumar. Áformuðum framkvæmdum sumarsins er að ljúka og búið er að koma í veg fyrir frekari rakaskemmdir á húsnæðinu og gera við þær skemmdir sem voru á húsnæðinu. Þó er ljóst að loftræsting leikskólans þarfnast lagfæringa eða endurnýjunar. Fræðslunefnd beinir því til byggðaráðs vegna komandi fjárhagsáætlunarvinnu.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 11 Sigríður B Aadnegard fór yfir nokkur viðhalds- og aðgengistengd mál á lóð og bílastæði leikskólans sem þarfnast lagfæringar hið fyrsta af öryggisástæðum. Fræðslunefnd beinir því til byggðaráðs að leysa þessi mál í samráði við skólastjórnanda.

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 36

2308005F

Fundargerð 36. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Liðir 7.1 og 7.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Sveitarstjóri og Félagsmálastjóri munu leggja fram reglur um akstur fatlaðra á næsta fundi Byggðarráðs.
    Er varðar akstur nemenda á starfsbraut FNV, lagði formaður til að þjónustan verði eins fram að áramótum og var síðasta skólaár. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við verktaka og vinna að útboði sem og breytingum á gjaldskrá sem taka gildi næstu áramót.
    Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Byggðarráð samþykkir kauptilboð í Blöndubyggð 1 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Sveitarstjóri upplýsti um fyrirkomulag haustsláttar. Þau svæði sem Terra hefur slegið undanfarin ár munu verða slegin fyrir veturinn.
  • 7.4 2308021 Húnavallanefnd
    Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Byggðarráð samþykkir að Ragnhildur Haraldsdóttir, Auðunn Steinn Sigurðsson, Guðmundur Haukur Jakobsson, Jón Gíslason og Elín Aradóttir skipi þessa nefnd
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Fært í trúnaðarbók
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Byggðarráð tekur undir áhyggjur íbúa og vísar erindinu til Skipulags- og byggingarnefndar sem fer með umferðarmál í sveitarfélaginu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna með leikskólastjóra er varðar brýn viðhaldsverkefni og aðgengismál við leikskólann Barnabæ og verði lokið sem fyrst.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 36 Byggðarráð samþykkir erindi skólastjóra Húnaskóla.

8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8

2308006F

Fundargerð 8. fundar Atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8 Vatnsdalsverkefnið sem rúmar ýmiskonar verkefni í Vatnsdal og svæðinu þar í kring hefur verið í fókus í sumar og gaman að segja frá því að við höfum náð að klára ýmislegt í kringum það verkefni. Gamli bærinn er í þróun og einkaaðilar hafa dregið vagninn þar en sveitarfélagið hefur unnið að gerð 3D módels og eins hefur mikil vinna verið undanfarið í deiliskipulagsmálum svæðisins.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8 Skilgreind voru sex stór verkefni sem þarf að móta og vinna með, tala þarf við ferðaþjónustu- og aðra hagsmunaaðila og fá þeirra rödd inn í þau verkefni sem þarf að vinna með áfram. Verkefnið er að skilgreina fimm verkefni og sækja styrki í þau. Verkefin sex sem skilgreind voru á fundinum eru:
    1.Gamli bærinn (UNESCO, 3D módel, Klifamýri, umhverfi og opin svæði, brú o.fl.)
    2.Vatnsdalur (Þrístapar, Ólafslundur, Skólahús, Þingeyrar, Forsæludalur, Álka, Vatnsdæla o.fl.)
    3.Húnaver (Þrándarhlíðarfjall, Laxárdalur, Svartárdalur o.fl.)
    4.Norðurstrandar gönguleið í Húnabyggð (Blanda, Hrútey, Bolabás, Þingeyrar, hringsjá o.fl.)
    5.Hveravellir (hálendið)
    6.Húnaflói (Hornstrandir, Flóabardagi, hvalaskoðun, sjóstöng, lundar, selir, sjófuglar o.fl.)
  • 8.3 2212002 Húnaver
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8 Farið yfir starfsemi verktaka í þeim skammtíma samningi sem nú er í gildi. Nefndin bindur vonir við að langtíma samningi við rekstraraðila verði náð, en að öðrum kosti verði svæðið auglýst aftur.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8 Rætt vítt og breytt um atvinnumál, en sveitarfélagið hefur hafið en ekki lokið stefnumótun þar sem atvinnumál eru að sjálfsögðu stór málaflokkur. Vegna þeirrar stöðu sem sveitarfélagið er í vegna sameiningar og vöntunar á gegnsæi í fjármálum sveitarfélagsins hefur ekki legið fyrir sérstök framkvæmdaáætlun þó finna megi áætlun um fjárfestingar í fjárhagsáætlun árins 2023. Þetta er eitthvað sem má laga þannig að fyrirtæki á svæðinu geti haft hugmyndir um stærstu verkefni hvers árs. Stærri mál eru mál eins og orkumál og heitt vatn en mikil vinnna hefur verið unnin á árinu til að fá betri stöðu í þau mál. Þetta eru mjög flókin mál og ekki á hendi sveitarfélagsins að leysa en mikil vinna er nú í gangi í samtökum orkusveitarfélaga að fá orkulögum breytt. Sveitarfélagið velur að vera bjartsýnt um að í þessum málum finnist farsælar lausnir.
  • 8.5 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 8 Kynnt erindi frá Arngrími Jóhannssyni um Norðurslóðarsetrið sem er heimilislaust þessa dagana.

9.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 12

2308007F

Fundargerð 12. fundar Fræðslunefndar lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Liður 9.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 12 Lögð er fram eftirfarandi tillaga leikskólastjóra:
    Þar sem forsendur fyrir því að halda starfsstöð leikskólans á Vallabóli opinni hafa breyst og fyrirséð er að aðeins þrír til fjórir nemendur muni dvelja þar þetta skólaár, legg ég til að starfsstöðin verði lögð niður. Til að hægt verði að taka við þessum nemendum á Barnabæ og jafnframt að taka inn þá nemendur sem eru á biðlista þarf aukið húsrými. Leikskólanum stendur til boða að nýta húsnæði við Félagsheimilið en skólinn hefur áður nýtt sér það. Húsnæðið þarfnast viðhalds svo hægt sé að nýta það sem skólahúsnæði. Ég legg til að það verði gert og þar verði staðsett ungbarnadeild með því móti ættum við að geta tekið á móti þeim börnum sem eru á biðlista. Stefnt yrði að því að hægt væri að opna deildina um miðjan október.

    Tillagan samþykkt samhljóða.

    Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að nauðsynlegum framkvæmdum verði lokið sem fyrst.
    Bókun fundar Fram kom tillaga um að bera málið upp í tvennu lagi, í fyrra lagi hvort eigi að loka starfsstöðinni að Vallabóli og í seinna lagi hvort nýta eigi það húsnæði sem leikskólanum stendur til boða við félagsheimilið.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum (ZAL, MÞ, BÞH, GHJ, GRL, ASS, EA). Tveir sat hjá við afgreiðslu tillögunnar (JG, RH).

    Verður tillaga Fræsðlunefndar því borin upp í tvennu lagi.

    Borin var upp tillaga um að loka starfsstöð leikskólans að Vallabóli í samræmi við tillögur leikskólastjóra sem Fræðslunefnd hafði samþykkt.

    Tillagan samþykkt samhljóða.

    Grímur Rúnar Lárusson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég mótmæli niðurstöðu fræðslunefndar um að nýta húsnæði við Félagsheimili undir leikskóla. Þrátt fyrir að um tímabundna lausn sé að ræða eru vankantarnir á öryggismálum húsnæðisins það miklir að ég tel að ekki sé hægt að starfrækja þar leikskóla. Þrátt fyrir góðan vilja allra hlutaðeigandi um að vankantarnir verði lagfærðir hef ég þungar áhyggjur af því að þær lagfæringar verði ófullnægjandi, ekki síst vegna þess að óvíst er hversu miklir fjármunir verði lagðar í þær þar sem framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun en einnig vegna þess að engar upplýsingar liggja fyrir um samráð við heilbrigðiseftirlitið um framkvæmdina og hvort leikskólinn fái yfir höfuð starfsleyfi í húsnæðinu. Ég myndi ekki samþykkja að mitt barn færi í leikskóla í þessu húsnæði og get því ekki að óbreyttu samþykkt að önnur börn geri það.

    Birgir þór Haraldsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég vil spyrja Grím Rúnar Lárusson hvaða húsnæði hann sér fyrir sér að nýta undir ungbarnadeild leikskólans þar sem hann samþykkti að leggja niður starfsstöð leikskólans að Vallabóli.

    Þá var borin upp tillaga um hvort nýta skuli húsnæði við félagsheimilið sem leikskólanum stendur til boða undir ungbarnadeild leikskólans í samræmi við tillögu leikskólastjóra sem fræðslunefnd hafði samþykkt.

    Tillagan samþykkt með 8 atkvæðum (ZAL, MÞ, JG, BÞH, RH, GHJ, ASS, EA). Einn greiddi atkvæði á móti tillögunni (GRL).

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu fræðslunefndar og felur sveitarstjóra í samvinnu við leikskólastjóra að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum við húsnæði fyrir nýja ungbarnadeild sem fyrst.
    Sveitarstjórn leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að öryggismálum t.d. er varða inngang og útisvæði við deildina, sem og þar sem innangengt er milli hæða í viðkomandi húsrými.
    Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að viðkomandi húsrými er ekki hugsað sem varanleg lausn í húsnæðismálum leikskóla, heldur er um að ræða tímabundna ráðstöfun til að koma í veg fyrir að biðlisti eftir leikskólaplássi myndist á skólaárinu.

    Framkvæmdahlið og úrvinnslu málsins vísað til byggðaráðs og leikskólastjóra.

10.Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september 2023

2308041

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september.
Fundargerð 16. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Liðir 10.4, 10.5, 10.6, 10.7, 10.8, 10.9 og 10.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður um 1. lið fundargerðarinnar.

Vegna liðar 10.4 - Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps - 2308008

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir samhljóða að vísa erindinu til gerðar nýs aðalskipulags sem nú er nýhafið. Um skoðanir og ábendingar Húnabyggðar um núgildandi orkulög sem þetta mál snerta má sjá umsögn Húnabyggðar til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu hér:
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3491

Vegna liðar 10.5 - Endurskoðun Aðalskipulags Húnabyggðar - 2309001
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Vegna liðar 10.6 - Breyting Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030-leikskólalóð - 2309002
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með áorðnum breytingum með 9 atkvæðum samhljóða.

Vegna liðar 10.7 - Breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut - 2309003
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Vegna liðar 10.8 - Ástand reiðvegar neðan Miðholts - 2309007
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Vegna liðar 10.9 - Miðholt 2, umsókn um lóð - 2307002
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Vegna liðar 10.10 - Hraðakstur í þéttbýli - 2309005
Afgreiðsla Skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

11.Byggðarráð Húnabyggðar - 37

2308010F

Fundargerð 37. fundar Byggaráðs lögð fram til kynningar á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Liðir 11.2, 11.3 og 11.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Að gefnu tilefni er minnt á a lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli. Hundaeigendum eru hvattir til að fara eftir þessum reglum og passa sérstaklega upp á að lausir hundar séu ekki innan um lítil börn.

    Byggðaráð felur sveitarstjóra að uppfæra reglur um hundahald í sveitarfélaginu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Kynnt voru drög að samþykktum fyrir húsnæðissjálfseignarstofnun vegna sjálfstæðrar búsetu fyrir fatlað fólk sem byggðaráð fór yfir og gerir ekki athugasemdir við. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að stofnun nýrrar húsnæðissjálfseignarstofnunar í samvinnu við Skagafjörð, Skagabyggð og Skagaströnd. Stefnt er að því að reisa húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu í stað núverandi heimila á Skúlabraut á Blönduósi og Fellstúni á Sauðárkróki sem fyrst.
    Bókun fundar Sveitarstjórn telur mjög brýnt að þetta mál sé tekið föstum tökum og unnið hratt og vel áfram.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Fundargerð 97. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

    Byggðaráð tekur undir bókun SSNV varðandi ályktun um Húnavallaleið.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur heilshugar undir bókun SSNV um Húnavallaleið:

    Stjórn SSNV harmar þá umræðu sem upp er komin um styttingu þjóðvegar eitt, svokallaða Húnavallaleið. SSNV hefur áður ályktað og bent á að í byggðarlegu samhengi sé mikilvægt að þjóðvegur eitt fari í gegnum þá þéttbýlisstaði sem hann fer um í dag. Við teljum því ekki að þessi 14 km stytting þjóni hvorki Norðlendingum né öðrum landsmönnum. Jafnframt má benda á að bæði þjóðvegur 1 og vegakerfið í heild þarfnast mikilla endurbóta svo það teljist ásættanlegt og uppfylli kröfur um öryggi íbúa og annarra vegfarenda.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynnningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Lagt var fyrir byggðaráð kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins að Skúlabraut 21. Tilboðið hljóðar upp á 29.000.000 kr.

    Tilboðið samþykkt samhljóða.

    Sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Undanfarna mánuði hefur staðið yfir samantekt á tryggingamálum sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir að setja vátryggingar sveitafélagsins í formlegt útboð.

    Niðurstöður útboðsins verði kynntar um leið og þær liggja fyrir.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Fram kom tillaga um að Ragnhildur Haraldsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í Samgöngu- og innviðanefnd og Pétur Arason varamaður.

    Samþykkt samhljóða.
  • 11.8 2206034 Önnur mál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 37 Umræður urðu um mikilvægi þess að einfalda og bæta aðgengi kjörinna fulltrúa og nefndarfólks að fundargögnum sveitarfélagsins.

    Sveitarstjóra falið koma á fundargátt fyrir kjörna fulltrúa og nefndarfólk hið allra fyrsta.

12.Húnabyggð - Staða verkefna

2308017

Pétur Arason, sveitarstjóri, fór yfir stöðu helstu verkefna sem eru á döfinni í sveitarfélaginu.

13.Blönduósflugvöllur

2309005

Í kjölfar alvarlegra umferðaslysa á þjóðvegi 1 á liðnu sumri vill sveitarstjórn koma eftirfarandi á framfæri:

Mikil umferð um þjóðveg 1 kallar á að viðbúnaður sé til staðar til að bregðast við slysum. Blönduósflugvöllur er eini flugvöllurinn á svæðinu milli fjallveganna um Holtavörðuheiði og Þverárfjall/Vatnsskarð og gegnir því mikilvægu hlutverki sem sjúkraflugvöllur þegar hver mínúta skiptir máli fyrir slasaða eða sjúka einstaklinga. Bundið slitlag og traust undirlag er forsenda þess að flugvöllurinn sé nothæfur þegar á þarf að halda og að öryggi flugáhafna og farþega sé tryggt sbr. niðurstöður og tillögur starfshóps um öryggi flugvalla og lendingarstaða frá nóvember 2021.
Það er því gríðarlega mikilvægt að þau áform sem koma fram í drögum að samgönguáætlun um lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll nái fram að ganga.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?