5. fundur 25. júlí 2022 kl. 10:00 - 12:08 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Árni Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Birgir Þór Haraldsson
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Einar K. Jónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3

2207004F

Fundargerð 3. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 og 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Grunnskóla Húnabyggðar kynnti niðurstöðu könnunar meðal foreldra barna í Húnavallaskóla, varðandi hvort þeir kjósa að börn þeirra stundi nám á Húnavöllum eða Blönduósi á skólaárinu 2022-2023. Könnunin varðar 30 nemendur og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:
    Húnavellir: 8 nemendur
    Blönduós: 19 nemendur
    Óákveðnir: 3 nemendur
    Fræðslunefnd telur að niðurstöður könnunarinnar gefi skýr skilaboð um að gefa þurfi foreldrum val um hvert þeir sendi börn sín í skóla. Meirihluti foreldra kýs að börn þeirra fái að sækja skóla á Blönduósi fremur en á Húnavöllum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að foreldrum verði heimilað að velja skólastað fyrir sín börn. Jafnframt er lagt til að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar fyrir foreldrum hið allra fyrsta. Skólastjóra verði falið að miðla upplýsingum til foreldra og kalla eftir endanlegri ákvörðun um val á starfsstöð. Gefinn verði frestur til að svara til 1. ágúst.
    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að grunnskólanemendum í Húnabyggð, hvort sem þeir sækja skóla á Húnavöllum eða Blönduósi, standi til boða skólaakstur og aðgengi að heilsdagsvistun.
    Jafnframt verði boðið upp á morgunverð á báðum starfsstöðvum.
    Í ljósi þess að brýnt er að hefja undirbúning skólastarfs leggur fræðslunefnd til að skólastjórnendum verði falið að hefjast handa hið fyrsta.
    Eftirfarandi viðfangsefni verði sett í forgang við undirbúning skólastarfs að fengnu samþykki sveitarstjórnar á ofangreindum atriðum.

    Skóladagatöl sem samþykkt voru af sveitarstjórnum Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar
    verði samræmd og gert verði nýtt skóladagatal, sem gildi fyrir báðar starfsstöðvar
    grunnskólans. Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri leggur til að skóladagar verði 178.
    Fræðslunefnd samþykkir tillögu Þórhöllu samhljóða. Skipulag stærri viðburða í skóladagatali verði unnið í samtarfi við skólasamfélagið. Stefnt skal að því að nýtt skóladagatal verði tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.

    Við uppsetningu stundataflna á stafsstöð á Blönduósi verði hugað að því hefja kennslu nokkru síðar en tíðkast hefur í Blönduskóla, til að koma til móts við þarfir nemenda sem þurfa um langan veg að sækja skóla. Húsnæði skólans mun þó opna 7:45.

    Skipuleggja þarf hvernig morgunverðarþjónusta verði útfærð á starfsstöð á Blönduósi. Skólastjórnendum falið að gera athugun á búnaði og hvort fjárfestinga sé þörf.

    Skólastjórnendum falið að skipuleggja skólaakstur um leið og nemendafjöldi á hvorri starfsstöð liggur fyrir.

    Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
    „Mikilvægt er að ákvarðanir er varða undirbúning skólahalds verði teknar sem fyrst svo hægt verði að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um stöðu mála og lágmarka óvissu.“
    Bókun fundar Töluverðar umræður urðu undir þessum lið.

    Fulltrúi H listans leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn Húnabyggðar leggur til að bjóða nemendum unglingastigs Húnavallaskóla að stunda nám sitt á Blönduósi næsta haust. Sveitarstjórn telur ekki raunhæft að bjóða öllum nemendum sem stunduðu nám á Húnavöllum síðasta skólaár skólavist á Blönduósi, næsta skólaár. Til þess er tíminn of knappur og nýjir stjórnendur skólans og sveitarfélagsins munu ekki hafa tíma til að skipuleggja skólaakstur, endurskipuleggja starfsmannahald og kennslu á þeim fáu vikum sem eftir eru þar til skólarnir hefja störf. Greining á kostnaði við verulegar breytingar skólahalds, þarfnast meiri tíma en til staðar er. Því verður nemendum í 8.9. og 10. bekk boðin skólavist á Blönduósi næsta vetur og tíminn nýttur til að undirbúa sameiningu skólanna tveggja í einn nýjan eins og rætt var í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna tveggja.

    Auðunn Steinn Sigurðsson óskaði eftir fundarhléi klukkan 10:23

    Fundi framhaldið klukkan 10:33

    Forseti bar tillögu H-listans upp til atkvæða. Einn var samþykkur(JG) 7 á móti(GHJ,ASS,EA,RH,ZAL,GRL og JÁM) og einn sat hjá (EB)

    Fulltrúi G listans bar fram eftirfarandi bókun:
    Í ljósi aðstæðna væri vænlegast að allir nemendur stundi nám á Blönduósi en jafnframt þarf að huga sérstaklega vel að starfsfólki sem starfar á Húnavöllum.

    Forseti bar upp eftirfarandi lið:
    ,,Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að foreldrum verði heimilað að velja skólastað fyrir sín börn. Jafnframt er lagt til að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar fyrir foreldrum hið allra fyrsta. Skólastjóra verði falið að miðla upplýsingum til foreldra og kalla eftir endanlegri ákvörðun um val á starfsstöð. Gefinn verði frestur til að svara til 1. ágúst"

    Jafnframt er mikilvægt að upplýsingum um stöðu mála sé miðlað til starfsfólks

    Samþykkt með átta atkvæðum og einn á móti (JG)

    Forseti bar upp eftirfarandi lið:
    ,,Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að grunnskólanemendum í Húnabyggð, hvort sem þeir sækja skóla á Húnavöllum eða Blönduósi, standi til boða skólaakstur og aðgengi að heilsdagsvistun. Jafnframt verði boðið upp á morgunverð á báðum starfsstöðvum"

    Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (EB JG)

    Sveitarstjórn staðfestir samhljóma að skóladagar verði 178 dagar.






  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að börnum á leikskólaaldri í Húnabyggð standi áfram til boða sama þjónusta og tíðkast hefur. Nefndin leggur jafnframt til að skólastjórnendum í samstarfi við sveitarstjóra verði falið að koma með tillögu að verklagsreglum um skólaakstur í Húnabyggð á grunni reglna Húnavatnshrepps. Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3 Formaður kynnti á bókun Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar frá 6.júlí 2022, en þar segir:
    „Nefndarmenn ræddu framtíðarsýn á fyrirkomulagi félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins og
    frístundaakstri. Nefndin leggur áherslu á að öll börn hafi jafnan grundvöll til að stunda tómstunda- og íþróttastarf og beinir því til skólastjórnenda að tekið verði tillit til frístunda og íþróttaaksturs við skipulagningu skólastarfsins.“
    Fræðslunefnd tekur undir bókun ÍTL og leggur til að skólastjóra verði falið að vera í nánu samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa við skipulagningu skólaaksturs. Jafnframt beinir fræðslunefnd því til sveitarstjórnar að ákvarðanir verði teknar um fyrirkomulag heilsdagsvistunar og frístundaaksturs.
    Þórhalla og Anna Margret véku af fundi 17:30
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3 Magnús Sigurjónsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

    Stöður leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, sameinaðs leikskóla í Húnabyggð voru auglýstar lausar til umsóknar með umsóknarfresti til 15. júlí. Ráðningarfyrirtækinu Hagvangi var falin umsjón með ferlinu og að leggja mat á umsækjendur og skila um það greinargerð. Ein umsókn barst um hvora stöðu.
    Greinargerð Geirlaugar Jóhannsdóttur ráðgjafa hjá Hagvangi lögð fram. Þar segir:
    „Að lokinni yfirferð ráðgjafa Hagvangs yfir innsend umsóknargögn er ljóst að báðir umsækjendur uppfylla hæfniskröfur um menntun og reynslu. Því er það niðurstaða ráðgjafa Hagvangs að mæla með að þessum umsækjendum verði boðin störfin.“

    Fræðslunefnd samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Húnabyggðar að Sigríður Bjarney Aadnegard verði ráðin í stöðu leikskólastjóra og tekur hún til starfa 1. janúar 2023. Þórunn Ragnarsdóttir, sem gengt hefur deildarstjórastöðu á Vallabóli, mun sinna starfi leikskólastjóra fram að þeim tíma. Samhliða því mun Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir sinna starfi deildarstjóra á Vallabóli.

    Fræðslunefnd leggur jafnframt til að Kristín Birgisdóttir verði ráðin í stöðu aðstoðarleikskólastjóra.

    Sigurður vék af fundi 17:55




    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Sigríðar B. Aadnegard í stöðu leikskólastjóra samhljóða
    Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjórum að ganga frá ráðningu Kristínar Birgisdóttur í stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Jafnframt er sveitarstjórum falið að ganga frá ráðningum Þórunnar Ragnarsdóttur í tímabundið starf leikskólastjóra og Aðalbjargar S. Sigurvaldadóttur sem deildarstjóra á Vallabóli.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3 Ásdís Ýr kynnti minnisblað með tillögum að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum og bæta starfsaðstæður leikskólastarfsmanna. Fræðslunefnd felur Ásdisi Ýr ásamt stjórnendum leikskóla að vinna málið áfram og skila fullmótaðri tillögu á næsta fundi fræðslunefndar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.6 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 3
Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:

Þar sem ljóst má vera að ekki er nægur tími til að endurskipuleggja skólahald, skipulag kennslu og skólaaksturs þar til skóli hefst í næsta mánuði,svo vel sé, leggst fulltrúi H- listans algjörlega gegn því að bjóða foreldrum barna í fyrrum Húnavatnshreppi að velja um skólastað nú í haust. Þessi vinnubrögð sýna svo ekki verður um villst vanþekkingu meirihluta sveitarstjórnar á því starfi sem fram fer í skólunum. Í sameingingarferlinu var ávallt talað um að Húnavallaskóli yrði á sínum stað veturinn 2022-2023 þá gæfist ráðrúm til að skipuleggja og vanda vinnu við sameiningu þessara tveggja stofnanna í eina og búa til nýjan skóla byggðan á grunni og gildum beggja. Ef fram fer sem horfir mun Húnavallaskóli og það sem hann stendur fyrir renna inn í Blönduskóla og lítið mun standa eftir af honum. Kostnaðurinn við endurskipulagningu skólaaksturs bæði í grunnskóla og leikskóla mun kosta gríðarlega fjármuni sem hægt væri að nýta í önnur mikilvæg verk í hinu nýja skólasamfélagi. H-listinn telur það vanvirðingu við nemendur og foreldra hins nýja sveitarfélags að meirihlutinn leyfi sér að ganga svona þvert gegn þeim loforðum sem gefin voru í sameiningarferlinu. Ef bjóða á uppá val þá ættu nemendur og foreldrar barna í Blönduskóla einnig að fá að velja í hvorum skólanum þau vilja heldur vera enda gengur annað gegn lögum í landinu að aðeins hluti íbúa sveitarfélagsins fái að velja um skóla. Sýna þarf nýjum stjórnendum þá virðingu að gefa þeim tíma til að skipuleggja sitt starf á faglegum grunni. Tíma til að kynnast skólabrag, nemendum og nýju starfsfólki. Koma auga á þá möguleika sem þeir geta nýtt til að byggja upp frábært skólasamfélag í nýju sveitarfélagi

Elín Aradóttir óskaði eftir fundar hléi 11:49

Fundi áframhaldið 12:04

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans:

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er mikilvægt að vinna ötullega að samræmingu verkefna, með það að markmiði að stuðla að framförum. Við viljum að íbúalýðræði sé í heiðri haft. Þegar kemur að einstökum verkefnum viljum við að lykilaðilar séu spurðir álits, því þannig getum við skerpt á skilgreiningu heildarhagsmuna.
Jafnframt vill meirihlutinn benda á það að fræðslunefnd og skólastjórnendur hafa unnið að undirbúningi verkefna á sviði skólamála af vandvirkni og með aðkomu foreldra og fleiri aðila. Meirihlutinn vill árétta að þó viðfangsefnin kunni að vera flókin þá er ekkert því til fyrirstöðu að vinna málin hratt og vel.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með sjö atkvæðum (GHJ ASS EA RH ZAL GRL JÁM) tveir sátu hjá (EB JG)

Fundi slitið - kl. 12:08.

Getum við bætt efni þessarar síðu?