44. fundur 26. ágúst 2025 kl. 15:00 - 16:30 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Sævar Björgvinsson aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
SÞS boðaði forföll og í hans stað mætti MÞ
Atli Steinn Sveinbjörnsson og Karítas Ísberg Ævarsdóttir frá Landslag sátu fundinn undir þessum lið.

1.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

2408023

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag Húnabyggðar.
Farið var yfir samgöngur og veitur í nýju aðalskipulagi.

2.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.

2508009

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breytingin gengur út að reitur fyrir núverandi íbúðarbyggð við Sunnubraut er stækkaður til þess að koma fyrir lóðum við Sunnubraut. Innan svæðisins verður hægt að koma fyrir allt að 10 íbúðum. Opið svæði O1 minnkar samhliða stækkun íbúðarsvæðisins til samræmis.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breyting á deiliskipulagi íbúðabyggðar við Sunnubraut á Blönduósi.

2508007

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Sunnubraut. Tillagan fjallar um fjölgun lóða við Sunnubraut. Bætt er við fimm lóðum við Sunnubraut, þar af ein fyrir íbúðarkjarna.

Gerðar eru einnig lagfæringar á legu stígs sem liggur frá Sunnubraut að íþróttasvæði, mön við Sunnubraut felld út og breyting á bílastæðum við Holtabraut.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskiltum.

2508008

Fyrir hönd Samkaupa óskar Vífill Ingimarsson eftir leyfi til uppsetninga á skiltum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og felur byggingafulltrúa að útfæra staðsetningu í samráði við umsækjanda.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?