10. fundur 28. júlí 2025 kl. 11:00 - 12:12 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
  • Björn Magnússon aðalmaður
  • Ásta Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
  • Sara Lind Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásdís Ýr Arnardóttir formaður
Dagskrá

1.Erindisbréf

2211009

Erindibréf Öldungaráðs
Lagfæra þarf 2. gr. svohljóðandi:
Þrír fulltrúar sveitarstjórnar og þrír til vara. Félag eldri borgara tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Félagsþjónusta tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara. Heilbrigðisstofnun Norðurlands tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.

Sveitarstjórn skipar formann og varaformann.

Lagfæra þarf 4. gr. svohljóðandi:
Bæta við fyrsta áherslulið: Vera ráðgefandi um áætlanagerð í málefnum aldraðra í Húnabyggð, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.

Lagfæra þarf 8.gr. svohljóðandi:
Að jafnaði skuli haldnir 4 fundir á ári.

Samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar til staðfestingar með áorðnum breytingum.

2.Dagdeild HSN og Húnabyggðar

2406031

Dagdeild - staða mála
Félagsmálastjóri upplýsti um stöðu mála. Virkt samtal komið á við Sjúkratryggingar Íslands og málið komið lengra en áður. Málið unnið áfram og vísað til fjárhagsáætlunar 2026.

3.Málefni eldra fólks í Húnabyggð

2507009

Málefni eldra fólks í Húnabyggð
Formaður FEBH sendi beiðni fyrir fund og óskaði eftir upplýsingum um þær tekjur sem sveitarfélagið fær af útsvari og fasteignagjöldum eldri borgara annars vegar og hins vegar hversu mikinn kostnað sveitarfélagið leggur til í málaflokkinn. Vegna sumarleyfa var ekki unnt að verða við beiðninni en stefnt er að því að upplýsingarnar liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.

Talsverð þjónusta er í boði fyrir aldraða í sveitarfélaginu. Auka þarf sýnileika þjónustunnar bæði með stafrænum hætti sem og með heimsóknum til íbúa.

Formaður FEBH ræddi m.a. hvort mögulegt sé að koma á einhvers áætlunarferðum í verslunarkjarna sveitarfélagsins.

Umræður um íbúðir á Flúðabakka.

4.Önnur mál

2206034

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 12:12.

Getum við bætt efni þessarar síðu?