22. fundur 01. september 2025 kl. 15:00 - 16:02 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson formaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Ragnheiður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sigríður Bjarney Aadnegard leikskólastjóri
  • Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson formaður
Dagskrá
Formaður óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einum lið sem verður liður 2 í dagskrá: Matsferill, stöðu- og framvindupróf.

Samþykkt samhljóða

1.Húnaskóli - Daglegt starf

2302026

Húnaskóli - Daglegt starf
Þórhalla skólastjóri fór yfir skýrslu sína um skólastarfið í upphafi skólaárs. M.a. fjölda nemenda og starfsfólks, stoðþjónustuna þ.á.m sálfræði- og talþjónustu. Verkefni og starfsþróun og það sem er á döfinni í skólanum.

Skýrsla skólastjóra mun birtast í heild sinni á heimasíðu Húnaskóla.

2.Matsferill, stöðu- og framvindupróf

2509001

Matsferill, stöðu- og framvindupróf
Mikil umræða er í samfélaginu um mat á skólastarfi meðal annars vegna umræðna um Matsferil, sem er samræmt mat á námsferli nemenda. Skólum ber að leggja prófin fyrir 4. 6. og 9. bekk í hverjum skóla. Prófin eru hugsuð sem stöðu- og framvindupróf. Skólum er frjálst að leggja prófin fyrir í fleiri árgöngum og hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að m.a. prófa nemendur í hverjum árgangi frá og með núverandi skólaári. Rökin fyrir því eru m.a. að skort hefur samræmt matstæki til að leggja mat á námferil nemenda um árabil.

Skólastjóri og fræðslustjóri munu fara á kynningu um samræmt mat og frestar fræðslunefnd ákvörðun sinni til næsta fundar nefndarinnar

3.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Leikskóli Húnabyggðar - Daglegt starf
Sigríður leikskólastjóri fór yfir skýrslu sína við upphaf skólaárs.

Leikskólinn opnaði fimmtudaginn 7. ágúst. Nemendur fluttust á milli deilda og gekk það mjög vel.
Verklagsreglur varðandi fyrirkomulag þegar nemendur færast milli deilda voru yfirfarnar og gerðar skýrari.
Auglýstar voru tvær stöður og verið er að vinna úr umsóknum.
Nýir nemendur voru teknir inn í dag 1. sept. og eru nemendur þá orðnir 63.

Viðhald var á leikvelli,fremri stofur á Hólabæ og Fellabæ ásamt fataklefum voru málaðir.

Samvinna við vinnuskóla gekk mjög vel.

Vettvangsferð starfsfólks í Eyjafjörð.

Í haust ætlum við að stofna sérkennsluteymi í leikskólanum.
Markmið teymisins: ·
Greina og bregðast við þroskavanda sem fyrst.
Efla samstarf við foreldra/forráðamenn.
Stuðla að góðu samstarfi innan leikskólans.
Viðhalda og efla faglega þekkingu teymsins.
Setja og fylgja einstaklingsnámsáætlunum (INA).

Starfsfólk leikskóla á Norðurlandi vestra kom saman á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið, sem haldið er annað hvert ár, fór fram í félagsheimilinu á Blönduósi. Dagný Rósa kynnti þar forvarnaráætlun Norðurlands vestra. Í kjölfarið hélt Bjartur Guðmundsson áhugavert erindi þar sem hann kynnti aðferðir byggðar á jákvæðri sálfræði og taugavísindum sem hjálpa einstaklingum til að ná fram sínu besta. Líflegur og skemmtilegur fyrirlestur.
Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur var með erindi um tilfinningaþroska barna og Aníta Jónsdóttir, ráðgjafi við Háskólann á Akureyri, um jákvæðan aga og hvernig mætti innleiða slíkar aðferðir í leikskólastarfið.
Þingið var vel heppnað og gaf starfsfólki tækifæri til að efla fagþekkingu sína og styrkja tengsl við samstarfsfólk af öllu Norðurlandi vestra.
Í september fá svo allir starfsmenn Lubba-námskeið
Á námskeiðinu lærir starfsfólk að vinna með málræktarefnið Lubbi finnur málbein sem er hugsað til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn. Í námsefninu er lögð áhersla á íslensku málhljóðin þar sem hvert málhljóð er kynnt með stuttri sögu, skemmtilegri vísu og með táknrænni hreyfingu.

4.Menntastefna

2503032

Menntastefna Húnabyggðar
Þessum lið er frestað til næsta fundar fræðslunefndar

5.Fyrirkomulag skólaaksturs

2208014

Kynning á breytingum á skólaakstri
Formaður fór yfir þær breytingar sem urðu á skólaakstri fyrir núverandi skólaár.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Ekkert rætt undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 16:02.

Getum við bætt efni þessarar síðu?