21. fundur 28. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:45 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson formaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson ritari
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri
  • Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Elvar Ingi Jóhannesson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sigríður Bjarney Aadnegard leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson formaður
Dagskrá
Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri sat fundinn

1.Heildstætt gæðakerfi fyrir innra mat í skólum

2504038

Innra mats gæðakerfi fyrir skóla
Fræðslunefnd samþykkir að Húnaskóli og Leikskóli Húnabyggðar sæki um aðgang að kerfinu en vísar erindinu til byggðarráðs til staðfestingar.

2.Fréttir af starfi Leikskóla Húnabyggðar

2408020

Skýrsla skólastjóra
Fréttir af starfi Leikskóla Húnabyggðar
Skýrsla skólastjóra:

Á yfirstandandi skólaári hefur verið unnið ötullega að fjölbreyttum verkefnum á leikskólanum, bæði í daglegu starfi og þróun innan skólans.

Á döfinni:
Útskrift elstu nemenda skólans. Nemendur fara í sund, borða á Teni og gista svo í skólanum. Morguninn eftir munu bændur í Hnausum taka á móti hópnum.

Kór elstu nemenda skólans syngur í 1. maíkaffi.

Á næsta skipulagsdegi starfsfólks er stefnt á að heimsækja leikskóla í Eyjafirði

Söngstundir eru einu sinni í viku á hverri deild

Innleiðing og fyrstu skref í farsældinni hafa gengið vel

Skýrsla til ráðuneytis:

Mennta- og barnamálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um núverandi stöðu eftirfarandi þátta:
-
Endurskoðun skólanámskrár leikskólans
-
Vinnslu árlegra starfsáætlana
-
Öryggis- og rýmingaráætlun leikskólans
-
Lýðræðislegri þátttöku barna í ákvörðunum innan leikskólans
-
Mati á námi og framförum barna
-
Starfsáætlun foreldraráðs
-
Innra mati leikskólans
Skólastjóri er að leggja lokahönd á skýrsluna.

Foreldraviðtöl:
Hafa gengið vel en þeim er ekki lokið næsta vetur verður annað fyrirkomulag á viðtölunum þar sem þau munu dreifast yfir allt skólaárið.

Foreldrahandbók:
Unnið hefur verið að útgáfu nýrrar foreldrahandbókar. Hún veitir foreldrum greinargóðar upplýsingar um starfsemi leikskólans, reglur, verklag og áherslur í leikskólastarfinu.

Flóttaleiðir og brunavarnir:
Endurskoðun fór fram á flóttaleiðum leikskólans og allar merkingar hafa verið yfirfarnar. Starfsmenn sóttu námskeið í brunavörnum.

Innra mat:
Starfsfólk hefur unnið að innra mati með það að markmiði að bæta gæði náms og velferð barnanna. Lögð var fyrir starfsmannakönnun þar sem starfsánægja, samskipti og vinnuumhverfi voru tekin til skoðunar. Unnið verður úr niðurstöðum og umbótaverkefni verða sett fram í kjölfarið.

Foreldraráð:
Foreldraráð hefur verið endurvakið og starfar það í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Foreldraráðið kemur að mótun stefnu og þróun verkefna með hagsmuni barnanna í fyrirrúmi. Verið er að vinna starfsáætlun ráðsins.

Húseiningar:
Enn á eftir að klára að ganga frá lausum endum í húsnæðinu sem vonandi klárast í þessari eða næstu viku.

Veikindaleyfi og uppsagnir starfsfólks:
Í dag eru 4-6 starfsmenn í langtímaveikindaleyfi. Tvær uppsagnir bárust um mánaðarmótin mars apríl.

Þrátt fyrir áskoranir hefur starfsfólk sýnt mikinn sveigjanleika og þrautseigju. Unnið hefur verið að því að styrkja innviði leikskólans og byggja traust milli starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Við lítum bjartsýn fram á veginn með áherslu á áframhaldandi þróun og gæði í starfi.

3.Fréttir af starfi Húnaskóla

2408019

Skýrsla skólastjóra
Skýrsla skólastjóra:

Í dag eru 177 nemendur í Húnaskóla
Þar af eru u.þ.b. 60 á Skóladagheimilinu og þess má geta að við erum með sjö skólabíla.

Tvær stöður eru í auglýsingu núna fyrir næsta skólaár, íþróttakennarastaða og smíðakennarastaða.

Skólastarf

Skólastarf gengur almennt vel og mikið og fjölbreytt starf í gangi. Hér er það helsta sem á dagana hefur drifið fyrir utan hið hefðbundna.

7. bekkur fór í Skólabúðir að Reykjum í janúar. Ekki hefðbundinn tími. Við biðjum alltaf um að vera á sama tíma og aðrir skólar í Húnavatnssýslum og var það eins núna.

Foreldraviðtöl (þau seinni) voru í janúar og var mæting góð.

Fulltrúar frá FNV komu í heimsókn í 10. bekk og voru með kynningu á skólanum og framhaldsskólum almennt og nokkrum vikum síðar bauðst nemendum í 10. bekk að fara í heimsókn í skólann. Einnig gafst nemendum 10. bekkjar kostur á að fara í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar og var sú heimsókn í apríl. Fyrir áramót var farið í VMA og MA. Þess má geta að FNV og MB greiða rútu- og fæðiskostnað heimsóknanna og munar um minna.

Árshátíðin var haldin í febrúar í Félagsheimilinu og gekk vel. Fullt hús og frábær dagskrá. Aukasýning var á Grease - söngleik 8. - 10. bekkjar. Til að skila svona frábærum árangri þurfa margir að leggja til mikla vinnu. Það eru margir starfsmenn sem leggja vinnu sína í árshátíð unglinganna, oft langt út fyrir sinn vinnuramma. Við fengum Gunnar Sturlu Hervarsson leikstjóra til liðs við okkur eins og tvö undanfarin ár. Hann kom tvisvar, fyrst með námskeið og svo til að leikstýra. Það fyrirkomulag hefur gefist mjög vel.

Grímuballið var á sínum stað á öskudaginn. Haldið fyrir alla bæjarbúa.

Skíðaferðir voru í boði fyrir 5. - 10. bekk í mars í Tindastól. Frábært veður og margir tóku þátt. Nemendasjóður hefur greitt fyrir nemendur allan kostnað. Þess má geta að innkoma af grímuballi er eins og er eina fjáröflun sjóðsins.

10. bekkur var með tvö bingó á önninni þar sem mjög vel gekk að safna vinningum. Þau voru með námsmaraþon nú um helgina og stefna þau á Danmerkurferð í maí.

Framsagnarkeppni var haldin í 7. bekk um miðjan mars. Hún var haldin í kirkjunni .

8. - 10. bekkur tók þátt í seinni valgreinadegi sínum í mars og var hann haldinn í Höfðaskóla að þessu sinni.

Nemandi í 4. bekk Húnaskóla var einn af 10 vinningshöfum í árlegri teiknisamkeppni MS fyrir grunnskólanemendur í 4. bekk. Nemendur unnu verkefnin i myndmenntartímum og kennari kom þeim áleiðis.

Húnaskóli hélt skákmót fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fóru fjórir nemendur á Íslandsmót grunnskólasveita í framhaldinu. Þar hrepptu þeir þriðja sæti A-liða og fyrsta sæti í keppni landsbyggðasveita.

Íþróttadagur Húnaskóla var haldinn í byrjun apríl. Hann var áætlaður í haust en þá var verið að leggja parket á íþróttasalinn og því var deginum frestað. Dagurinn er alltaf mjög ánægjulegur og allir taka þátt bæði nemendur og starfsfólk.

Heimsóknir hafa verið nokkrar á önninni og má þar nefna að Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn í 5. - 10. bekk með fjölbreytta fyrirlestra.
Krakkarnir í hverfinu, leikritið, var sýnt fyrir 2. - 4. bekk en það er forvarnarverkefni gegn líkamlegu- og kynferðisofbeldi.

Á döfinni er svo heimsókn Múrbalasveitarinnar á vegum List fyrir alla í 5. - 7. bekk.
Íþróttadagur grunnskólanna í Húnaþingi, 8. - 10. bekkur á Hvammstanga, Miðstigsleikarnir fyrir nemendur í 5. - 7. bekk grunnskólanna í Húnaþingi.
Útihátíð færist fram og verður eh. miðvikudaginn 28. maí (vegna Prjónagleðinnar).
Skólaslit verða væntanlega í Félagsheimilinu í tveimur hollum föstudaginn 30. maí.

Starfsþróun

Fyrir áramót kom Margrét Sigurðardóttir frá Verum góð í heimsókn með fyrirlestra í unglingadeild á vegum Skjólsins. Í janúar fengum við hana síðan til að stýra verkefni í 5. og 6. bekk sem heitir Láttu þér og öðrum líða vel. Verkefnið var í samstarfi við félagsmiðstöðina og Umf. Hvöt en mesta vinnan var í höndum skólastjóra og umsjónarkennara í 5. og 6. bekk. Fundir voru haldnir með öllum foreldrum og nemendum í þessum árgöngum og fengu allir fræðslu frá Margréti auk fræðslu og funda með umsjónarmanni Skjólsins og fulltrúum og þjálfurum Hvatar. Verkefnið átti að standa í átta vikur en umsjónarkennarar framlengdu það til vors. Verkefnið gengur út á að hver og einn bæti framkomu sína við aðra. Margrét hélt fræðslufundi í byrjun þar sem ákveðið var m.a. þau áhersluatriði sem unnið væri með. Umsjónarkennarar héldu vikulega bekkjarfundi þar sem unnið var með áhersluatriðin og síðan kom Margrét aftur og fundaði með hagaðilum. Verkefnið var metið í hverri viku af starfsfólki skólans, Skjólsins og Hvatar og nemendur tóku einnig þátt í mati.

Ætlunin er að vinna áfram að þessu verkefni og þróa það betur. Húnaskóli hefur fengið styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til verkefnissins að upphæð 700.000,- og er ætlunin að keyra verkefnið áfram í haust og þróa það áfram og festa í sessi.

Skólinn er einnig með umsókn hjá Sprotasjóði um áframhaldandi verkefni tengdu Byrjendalæsi en það eru ekki komin svör þaðan.

Í byrjun janúar var Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri með námskeið í Google classroom fyrir kennara þar sem kennarar gátu miðlað þekkingu sinni og auka færni sína.

Kennarar fengu einnig kynningu á Viskubrunni frá Bergmanni og Hans hjá Kunnáttu.is. En Viskubrunnur er íslensk gervigreind sérhönnuð fyrir skólastarf. Kennarar höfðu áður kynnt sér ýmsa möguleika á notkun gervigreindar en Viskubrunnur lofar mjög góðu.

Í byrjun apríl var haldið skólaþing í Húnaskóla. Þar voru niðurstöður ÍÆ 2024 kynntar og unnið með niðurstöður. Áður höfðu kennarar og nemendur fengið kynningar og unnið með niðurstöður. Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri sá um kynningarnar fyrir skólann. Mjög góðar og skýrar kynningar frá Dagnýju Rósu og flott vinna hjá öllum hagaðilum. Það er þó bagalegt þegar mæting er ekki ásættanleg af hálfu foreldra því það er allt annað að skoða niðurstöður með eins góðum útskýringum og fræðslustjóri veitti og fá umræður í kjölfarið þar sem hægt er að tjá skoðun sína og heyra skoðanir annarra heldur en eingöngu að lesa í gegnum gögnin.

Lestarömmu verkefnið heldur áfram og erum við óendanlega þakklát fyrir þeirra framlag til skólans. Stína Gísladóttir, Vilborg Pétursdóttir, Magdalena M. Einarsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, Anna Eiríksdóttir og Bóthildur Halldórsdóttir.

Framkvæmdir

Leikskólinn er enn í húsnæði skólans í kjallara Gamla skóla og þar sem ljóst er að ekki verður farið í byggingu nýs leikskóla þarf að huga að varanlegri lausnum fyrir Skóladagheimilið. Sveitarstjóri hefur fundað með stjórnendum leik- og grunnskóla og umsjónarmanni Skóladagheimilis þar sem leitað hefur verið lausna. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp en einnig ákveðið að sjá hvernig færanlegu skólastofurnar koma út hjá leikskólanum. Það er þó fyrirsjáanlegt að fara þarf í einhverjar framkvæmdir strax til að bæta aðstöðuna með því að bæta hljóðvist og geymslurými. Þær aðgerðir voru ekki á neinum beiðnum fyrir fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og þarf því að sjá hverju hægt er að forgangsraða.

Starfsfólk Húnaskóla hefur lokið við að taka þau gögn sem tilheyrðu Húnavallaskóla og nýta á áfram við skólastarf hingað í Húnaskóla. Það var mikið verk og á eftir að flokka eitthvað af því þannig að það nýtist sem best.

Skólada

4.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2025

2504030

Úthlutun úr endurmenntunarsjóði
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið. Skólastjóri upplýsti um verkefnið í skýrslu sinni sem var liður 3 á þessum fundi.

5.Símalaus skóli

2504036

Símalaus skóli
Skólastjóri fór yfir þær reglur sem eru nú þegar í gildi. Snjalltæki eru ekki heimil í skólanum frá 1.-6. bekk. Í 7.-10. bekk þurfa nemendur og foreldrar að skrifa undir snjalltækjasamning ef nemandi ætlar að koma með snjalltæki í skólann. Fræðslunefnd vill beina því til skólastjórnenda og foreldrafélags að vinna málið áfram í samráði við nemendur.

6.Íslenska æskulýðsrannsóknin

2504037

Íslenska æskulýðsrannsóknin í Húnaskóla - Niðurstöður
Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 fyrir Húnaskóla. En rannskóknin athugar stöðu um menntun, heilsu og vellíðan, öryggi og vernd, þáttöku og félagsleg tengsl ásamt lífsgæðum og félagslegri stöðu.Skýrslan verður birt á heimasíðu skólans.
Dagný Rósa fær þakkir fyrir vel unna samantekt og skýrslu.

7.Önnur mál

2206034

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?