1. Girðingamál (fara yfir árið 2025 og ræða 2026)
Eins og áður hefur verið bent á er ýmislegt á Skrapatungu- og Laxárdalsafrétta sem mætti skoða t.d. í Norðurárdal og Langadal. Fjallskilastjórum falið að skoða málið, sem er stórt, og koma með tillögur sem lagðar verða fyrir fjallskilanefnd. Endurýjaður verði hluti af innnrekstrarhólfi á Fossárrétt.
Skoða möguleika á því að hætt verði að sleppa fé á þau svæði þar sem fé leitar í Blöndugil (bæði vestan- og austanmegin). Fjallskilastjórum falið að ræða þessi mál í sínum deildum og koma með tillögur fyrir fjallskilanefnd.
Skoða stuttan kafla upp á Svínadalsfjalli þar sem tengist Hrafnabjargarhólf og Gafl. Skoða hvort að hægt sé að laga aðstæður við að setja á bíl fyrir fé á Hrafabjargartungu.
Setja fókus á að ná að taka niður girðingar á Auðkúluheiði sem talað hefur verið um síðustu ár.
Huga að viðhaldi á girðingu á milli Húnabyggðar og Húnaþingsvestra norðan Víðidalsfjalls.
Annars er almennn ánægja hjá fjallskiladeildum með þá girðingavinnu sem framkvæmd var í sumar.
2. Styrkvegir (fara yfir árið 2025 og ræða 2026)
Skoða þarf Landbrotasjóð eða svipaða sjóði til að sækja um fjármagn til að verja veginn við Stafnsrétt.
Skoða vegstubbinn frá Skrapatungu að Skrapatungurétt. Eins að skoða árlegt viðhald á Laxárdalsvegi.
Að öðru leiti verði horft til áframhaldandi framkvæmda á Grímstuguheiði og fyrir ofan Kárdalstungu.
3. Framkvæmdir við skála o.fl. (fara yfir árið 2025 og ræða 2026)
Framkvæmdir við Galtarárskála eru komnar vel á veg en verið er að skipta um gólf í húsinu og gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir verði kláraðar á næsta ári.
Á næsta ári mun verða settur fókus á Áfangaskála en þar þarf sömuleiðis að skipta um gólf í anddyri og salernum. Skoða þarf járn á hesthúsunum á Hveravöllum (skoða eignarhald á því húsi).
4. Fjallskil og gangnaseðlar
Nokkur umræða um ábyrgð og ábyrgðarsvæði fjallskiladeilda, skoða þarf þessi mál og athuga hvort hægt sé að hagræða og hugsa hlutina að einhverju leiti upp á nýtt hvað sum landsvæði varðar.
5. Fjallskilasamþykkt A-Hún
Nokkur umræða var um fjallskilasamþykktina og ljóst er að okkur atriði hennar þarfnast breytinga. Ákveðið að vísa umræðunni til næsta fundar og vinna málið áfram á fundum fjallskilanefndar í vetur. Formönnum fjallskiladeilda falið að safna saman þeim hugmyndum sem kunna að vera hjá bændum um þessi mál.
6. Réttir og göngur
Skoða þarf réttardaga á næsta ári sem mögulega eru of seint miðað við hvernig dagatalið lítur út.
7. Annað
Fjallskilanefnd vill koma á framfæri þökkum til Landsvirkjunar vegna skjótra viðbragða við hættulegum aðstæðum sem sköpuðust við veituskurð Blönduvirkjunar. Þar höfðu í sumar fest fé á bröttum bökkum sem myndast höfðu við veituskurðinn, en nú er búið að búa til aflíðandi fláa og þar með geta þessar hættulegu aðstæður ekki skapast.
Ekkert annað rætt og ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 24. nóvember.
