Dagskrá
1. Girðingamál
Girðingavinna hefur gengið vel í sumar og mikið af verkefnum tekin sem setið hafa á hakanum. Ekki er búið að girða nýgirðingu í Víðidalsfjalli en stefnt er á að klára það fyrir veturinn.
Ekki náðist að fara í girðingu milli Rugludals og Steiná og því er stefnt að því að setja það verkefni á dagskrá næsta árs.
Að gefnu tilefni vill fjallskilnefnd minna á að fari landeigendur í girðingavinnu á móti sveitarfélaginu verður að fá fyrir því samþykki áður en stofnað er til kostnaðar. Að sama skapi er rétt að sveitarfélagið fái samþykki sömuleiðs fyrir þeim girðingaframkvæmdum sem unnar eru.
2. Göngur og réttir
Allt er að verða klárt fyrir göngur og nú er verið að fara yfir réttir, nátthólf og safnhólf. Hafi fólk einhverjar ábendingar skal beina þeim til fjallskilastjóra.
3. Gangnaseðlar
Gangnaseðlar allra fjallskiladeilda lagðir fram til kynningar. Rætt var um að kostnaðaráætlanir og gangnaseðlar komi fyrr til umræðu þannig að hægt sé að samþykkja í sveitarstjórn fyrir göngur.
4. Fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu
Fyrsta umræða um gildandi fjallskilasamþykkt tekin en ljóst er að leggjast verður í frekari vinnu við að uppfæra samþykktina og uppfæra hana miðað við þá stöðu sem sveitarfélagið er í núna. Frekari umræðu vísað til næsta fundar fjallskilanefndar.
5. Styrkvegaframkvæmdir
Nú er verið vinna á Grímstunguheiði og í framhaldi af því verður farið í vegabætur fyrir ofan Vagli. Önnur verkefni eru búin sem voru á Laxárdal, Svartárdal og á Hrafnabjargaveginum.
6. Annað
Nokkur mál rædd og t.d. ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði eftir hreppaskil eða um miðjan október.