Í uppafi fundar óskaði formaður byggðarráðs eftir því að lið 1 yrði frestað og að við dagskrána yrði bætt lið um umsókn um námsstyrk sem bókaður verður í trúnaðarbók og að sá liður yrði númer 1.
Dagskrá fundarins
- Umsókn um námsstyrk
Afgreiðsla byggðarráðs bókuð í trúnaðarbók.
- Samningar Húnabyggðar
Lagður var fram nýr samningur við hestamannafélagið Neista fyrir árið 2026 sem byggðarráð samþykkir samhljóða.
- Fjármál Húnabyggðar
Sigurður Erlingsson Performare og Þorsteinn Þorsteinsson KPMG komu inn á fundinn undir þessu lið.
Ræddar voru fyrst afskriftir Húnabyggðar og ákveður byggðarráð að afskrifa annars vegar kröfur upp á um 109.531kr. sem koma frá Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. og einnig að afskrifaðar verði rúmlega 37,5 milljónir vegna slita Fasteigna Húnavatnshrepps ehf. Afskriftin upp á 37,5 milljónir hefur engin fjárhagsleg áhrif á bókhald Húnabyggðar þar sem áhrif á A hluta annarsvegar og B hluta hinsvegar nettast út.
Þá var uppfærð útgönguspá Húnabyggðar 2025 vegna sölu fasteigna í lok ársins kynnt. Uppfærð útgönguspá 2025 gerir ráð fyrir um 39 milljón króna tekjuafgangi.
- Ósk um samstarf og fund milli félagsþjónustu sveitarfélaga og almannavarna
Lagt fram til kynningar.
- Kjördæmadagar þingmanna
Lagt fram til kynningar að næstu kjördæmadagar þingmanna verða dagana 23–27. febrúar.
- Stafræn vegferð – Samband íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
