131. fundur 17. desember 2025 kl. 15:00 - 15:36
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Í uppafi fundar óskaði formaður byggðarráðs eftir því að lið 1 yrði frestað og að við dagskrána yrði bætt lið um umsókn um námsstyrk sem bókaður verður í trúnaðarbók og að sá liður yrði númer 1.

Dagskrá fundarins

  1. Umsókn um námsstyrk

Afgreiðsla byggðarráðs bókuð í trúnaðarbók.

  1. Samningar Húnabyggðar

Lagður var fram nýr samningur við hestamannafélagið Neista fyrir árið 2026 sem byggðarráð samþykkir samhljóða.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Sigurður Erlingsson Performare og Þorsteinn Þorsteinsson KPMG komu inn á fundinn undir þessu lið.

 

Ræddar voru fyrst afskriftir Húnabyggðar og ákveður byggðarráð að afskrifa annars vegar kröfur upp á um 109.531kr. sem koma frá Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. og einnig að afskrifaðar verði rúmlega 37,5 milljónir vegna slita Fasteigna Húnavatnshrepps ehf. Afskriftin upp á 37,5 milljónir hefur engin fjárhagsleg áhrif á bókhald Húnabyggðar þar sem áhrif á A hluta annarsvegar og B hluta hinsvegar nettast út.

 

Þá var uppfærð útgönguspá Húnabyggðar 2025 vegna sölu fasteigna í lok ársins kynnt. Uppfærð útgönguspá 2025 gerir ráð fyrir um 39 milljón króna tekjuafgangi.

 

  1. Ósk um samstarf og fund milli félagsþjónustu sveitarfélaga og almannavarna

Lagt fram til kynningar.

  1. Kjördæmadagar þingmanna

Lagt fram til kynningar að næstu kjördæmadagar þingmanna verða dagana 23–27. febrúar.

  1. Stafræn vegferð – Samband íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?