22. fundur 14. ágúst 2025 kl. 15:00 - 15:50
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
  • Katharina Schneider aðalamaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Vatnsdælan 2025

Jóhanna Pálmadóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og farið var yfir skipulag Vatnsdælu 2025 sem samanstendur af sýningu Vatnsdælurefilsins og formlegrar opnunar Þrístapa.

 

Verið er að útbúa standa fyrir refilinn til að hægt sé að sýna hann á viðeigandi hátt. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána í íþróttahúsinu vegna sýningar refilsins og flest atriði ákveðin. Formleg dagskrá byrjar klukkan 17:00.

 

Jóhanna lagði fram drög að samningi um varðveislu refilsins sem samþykkja þarf formlega.

 

Ákveðið að halda formlega opnun Þrístapa sama dag og verið er að vinna að því að formgera dagskrá í kringum þá athöfn.

Getum við bætt efni þessarar síðu?