Dagskrá fundarins
- Vatnsdælan 2025
Jóhanna Pálmadóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir skipulagið vegna afhendingar Vatsdælurefilsins sem sýndur verður almenningi í íþróttahúsinu 29-30. ágúst. Hugmyndir að dagskrá við formlega afhendingu sem fram fer föstudagin 29. ágúst eru m.a. formleg afhending með gestum, ræðuhöld o.s.frv. Haft verður samband við ráðherra menningarmála og ýmsa aðila sem komið hafa að gerð refilsins og þeim boðið að vera viðstödd. Uppboð á munum tengdum reflinum verða til sölu en andvirðið fer í sjóð sem stofnaður hefur verið um gerð húsnæðis undir refilinn. Undirbúa þarf viðburðinn frekar og því var ákveðið að halda annan fund með Jóhönnu í nefndinni miðvikudaginn 6. ágúst klukkan 13:00.
Einnig var ákveðið að formleg opnun Þrístapa verði í samhengi við Vatnsdæluna og að sá viðburður verði annaðhvort 29. ágúst eða 30. ágúst.
- Pride viðburður
Umræðu um þennan dagskrárlið var frestað til næsta fundar.