19. fundur 06. maí 2025

Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar – 19. fundur
Hnjúkabyggð 33
540 Blönduós
Blönduósi, 6.05.2025
Mætt voru: Ragnhildur Haraldsdóttir, Maríanna Þorgrímsdóttir, Guðjón Ebbi
Guðjónsson, Kristófer Kristjánsson, Katharina Schneider og Pétur Arason.
Einnig mættu Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Heiðveig María Einarsdóttir og fóru yfir
viðburði sumarsins.
Fundur settur klukkan 13:00 og slitið 15:00.
Dagskrá fundarins og bókanir voru eftirfarndi:
1. Húnavaka 2025
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir mætti á fundinn og fór yfir skipulag Húnavöku 2025.
Undirbúningur er kominn vel af stað og dagskráin verður með svipuðu sniði og á
síðast ári. Ennþá er verið að semja við listamenn og aðra sem koma að viðburðinum
og dagskráin verður auglýst formlega í byrjun júní. Vöffluheimboð verður endurtekið,
torfæran verður á sínum stað. Huga þarf að auknu plássi fyrir tjaldsvæði þar sem
mikill fjöldi fólks fylgir torfærukeppninni. Áhugi er á að endurvekja Blönduhlaupið en
það vantar aðila til að halda utan um þann viðburð.
2. Prjónagleði 2025
Hieðveig María Einarsdóttir mætti á fundinn og fór yfir stöðu Prjónagleðinnar. Ný
heimasíða er komin í loftið með öllum nauðsynlegum upplýsingum (sjá á
prjonagledi.is) Nánast allir þræðir eru raktir upp nema að eftir á að leggja lokahönd á
skipulag námskeiða viðburðarins. Lagt var til að skoða eigi í framhaldinu hvort að
hægt sé að fá rekstraraðila sem keyrir viðburðinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
3. 100 ára afmæli Skáksambands Íslands 2025
Dagskráin er nánast fullmótuð en einhver atriði er þó ennþá í vinnslu. Skoða þarf
með að fá leyfi eigenda læknisbústaðarins fyrir stjórnarfundurm Skáksambands
Íslands sem fyrirhugað er að halda þar. Skáksamband Íslands mun gefa Húnabyggð
útitafl sem finna þarf stað. Viðburðinn mun verða stór og mikið um fólk og líf þá tíu
daga sem þetta stendur yfir.
4. Vatnsdæla 2025
Ákveðið að leggja saman viðburði Vatnsdælu og sýningu refilsins og Vatnsdælan
verður því 29-30. ágúst. Í þetta skiptið er ekki fyrirhugað að hafa sérstaka dagskrá í
Þórdísarlundi en hafa menningarlegan hluta viðburðarins í tengslum við sýningu
refilsins í Íþróttamiðstöðinni. Skoðað verður að halda áfram útihlaupum sem verið
hafa og einnig að skoða hjólaviðburði í því samhengi.
5. Fyrirspurn vegna Refils
Nefndin tekur vel í erindið og eins og fram kemur í lið 4. þá mun sýning refilsins verða
tengt Vatnsdælu 2025.
6. Himnastiginn
Farið var yfir þær framkvæmdir sem standa fyrir varðndi himnastigann og stækkun á
plani við Skúlahól.
Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar – 19. fundur
Hnjúkabyggð 33
540 Blönduós
7. Heimilisiðnaðarsafnið
Farið var yfir stöðu Heimilisiðnaðarsafnsins nú þegar það verður rekið alfarið af
Húnabyggð.
8. Erindi frá Haraldi Guðmundssyni
Nefndin tekur vel í erindið, en skiptar skoðanir voru um hvernig best væri að útfæra
hana. Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir Teams fundi með Haraldi þannig að
fara megi betur yfir þær hugmyndir sem hann er að setja fram og hvernig megi
útfæra þær.
9. Erindi frá Elínu Aradóttur
Nefndin tekur jákvætt í erindið en um það urðu töluverðar umræður. Nefndin er
sammála um að vísa erindinu til byggðarráðs.
10. Leiga á Hillebrandtshúsi
Ákveðið var að nefndin fari betur yfir drög að reglum um leigu á Hillebrandts húsinu
og að skrifstofu Húnabyggðar verði síðan falið að kynni drögin fyrir byggðarráði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?