5. fundur 12. apríl 2023 kl. 11:00 - 12:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Jón Örn Stefánsson
    Aðalmaður: Magnús Valur Ómarsson
  • Maríanna Þorgrímsdóttir
    Aðalmaður: Davíð Kr. Guðmundsson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Styrkur vegna Vatnsdæluverkefnis

2304004

Styrkur vegna Vatnsdaæluverkefnis
Jón Gíslason Hofi og Haukur S. Garðarsson Hvammi í Vatnsdal mættu á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsögu verkefnisins og fór yfir það sem hefur verið gert á undanförnum árum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt verkefnið til endurbóta á skiltum og göngustígum. Hugmyndir eru að nýjum gönguleiðum, uppfæra skilti sem fyrir eru t.d hafa QR kóða þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar. Miklar umræður urðu og hvernig mætti útfæra verkefnið og rætt um þá möguleika sem hægt er að gera. Jón og Haukur vilja að sveitarfélagið taki yfir verkefnið.
Nefndin tekur mjög jákvætt í erindið og telur mikla möguleika þarna á ferð.
Sveitarstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

Jón og Haukur yfirgáfu fundinn 11:45

2.Þrístapar

2211005

Þróun Þrístapasvæðisins
Sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnið að undanförnu og fór yfir hugmyndir sem fram komu á fundi sem haldinn var með hagsmunaaðilum svæðisins. Miklar umræður urðu í nefndinni.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Húnaver

2212002

Málefni Húnavers
Auglýsing vegna leigu á Húnaveri verður birt í dag.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?