Aðalskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar-Sunnubraut
Breytingin gengur út að reitur fyrir núverandi íbúðarbyggð við Sunnubraut er stækkaður til þess að koma fyrir lóðum við Sunnubraut. Innan svæðisins verður hægt að koma fyrir allt að 10 íbúðum. Opið svæði O1 minnkar samhliða stækkun íbúðarsvæðisins til samræmis.
Breyting á deiliskipulagi íbúðabyggðar við Sunnubraut á Blönduósi
Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar við Sunnubraut á Blönduósi.
Tillagan fjallar um fjölgun lóða við Sunnubraut. Bætt er við fimm lóðum við Sunnubraut, þar af ein fyrir íbúðarkjarna. Gerðar eru einnig lagfæringar á legu stígs sem liggur frá Sunnubraut að íþróttasvæði, mön við Sunnubraut felld út og breyting á bílastæðum við Holtabraut.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Húnabyggðar að Ægisbraut 1 frá og með 16.desember 2025 til 27.janúar 2026. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Húnabyggðar, www.hunabyggd.is. Gögnin eru ennfremur aðgengileg undir málsnúmerum 1004/2025 og 1273/2025.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 27.janúar 2026 undir viðeigandi málsnúmerum í skipulagsgáttinni.
Börkur Þór Ottósson
Skipulagsfulltrúi Húnabyggðar
Aðalskipulag https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1004
Deiliskipulag https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1273
