16. desember 2025
Fréttir
Þann 1. desember 2025 urðu breytingar á Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þegar Fjallabyggð færðist undir Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra. Uppfærðar upplýsingar um Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands má nálgast hér.
Fjallabyggð er þakkað fyrir gott samstarf á liðnum árum og þátttöku þeirra í uppbyggingu þjónustunnar.
Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands óskar fjölskyldum og íbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þjónustan minnir á mikilvægi samverustunda yfir hátíðirnar og ábyrgð allra í nærumhverfi barns að búa því gleðileg jól.
