25. apríl 2025
Fréttir
Húnabyggð tekur þátt í alþjóðlega plokkdeginum sem er á sunndaginn kemur 27. apríl. Af þessu tilefni verður gámaplanið hjá Terra opið frá 13:00-16:00 og fólk getur komið þangað til að fá poka og skila rusli.
Við hvetjum alla til að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að gera bæinn fallegan. Íbúar við götur bæjarins eru hvattir til að taka sig saman og hreinsa í og við sínar götur og síðan þurfum við hjálp með opnu svæðin okkar eins og t.d. meðfram þjóðveginum við tjaldsvæðið, kvenfélagsgarðinn, íþróttasvæðið o.fl.