4. fundur 05. október 2022 kl. 15:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varamaður
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB - Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins

2210004

Aðalskipulag fyrir nýtt sveitarfélag Húnabyggðar vegna sameiningar sveitarfélaga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hefja vinnu við nýtt aðalskipulag Húnabyggðar og sett verði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.HB - Norðurlandsvegur; deiliskipulag

2210003

Lagt er fyrir deiliskipulag fyrir Norðurlandsveg sem er í vinnslu.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir skipulagstillöguna og komu með nokkrar ábendingar. Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að funda með málsaðilum fyrir næsta fund.

3.HB - Br.DSK-Þrístapar-Sveinsstaðir

2209003

Erindi frá Húnabyggð, umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulaginu við Þrístapa. Um er að ræða byggingarreit fyrir salerni og minniháttar breytingar á frágangi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulegar breytingar á deiliskipulagi þar sem um minniháttar frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn skv. 2. mgr. og 3 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.HB - Fálkagerði 9 og 11 - umsókn um lóð-

2210002

Umsókn frá Borealis Facilities ehf um lóðirnar Fálkagerði 9 og 11 til áframhaldandi uppbyggingar.Umræddar lóðir eru á skipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að rafmagnslína liggur yfir hluta lóðanna.

5.HB - Mástaðir lóð (144724); umsókn um byggingaráform - viðbygging

2210001

Erindi frá Veiðifélagi Vatnsdalsár sem sækir um leyfi til að hefja undirbúning og láta hanna nýja svefnálmu við Steinkot í Vatnsdal. Byggingin yrði reist suðaustan við Steinkot neðan varnargarðs sem gerður yrði sbr. tillögu Höskuldar Búa Jónssonar og fram kemur á bls. 9 í greinagerð um Skriðuhættu við Steinkot dags. 27. sept 2022.
BÞH og ÞM véku af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir erindi fyrir sitt leiti með fyrirvara um jákvæða umsögn veðurstofunar um hættumat á svæðinu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Smárabraut 7-9; umsókn um byggingarleyfi - raðhús

2210005

Erindi frá Lárusi B. Jónssyni umsókn um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða raðhúsi að Smárabraut 7-9. Um er að ræða þrjár íbúðir með bílskúr 150m2 hver þeirra samtals

450m2. Húsið er timburhús á steyptum sökkli. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Guðbjarti Ólafssyni dags. 07.07.2022.

ZAL vék af fundi undir þessum lið.

Málið var til afgreiðslu á fundi skipulags- og byggingarnefnd þann 15. ágúst 2022, og hefur erindið verið grenndarkynnt hagsmunaaðilum skv. 2 mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemir bárust á auglýstum tíma. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi að Smárabraut 7-9. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7.HB - Bergsstaðir land; umsókn um framkvæmdaleyfi

2210006

Bergsstaðir land - umsókn um framkvæmdaleyfi. Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 12.september.Framkvæmd sú sem um ræðir felur í sér tilfærslu á jarðvegi á spildu meðfram Svartárdalsvegi sem er ca. 77 metrar á lengd og um 34 metrar á breidd að girðingu umhverfis sumarhús á landi nr. 177073. Felst framkvæmdin í því að lækka landið um ca. 1,5 metra næst girðingunni við bústaðinn og jafna yfirborð spildunnar frá þeirri hæð í átt að veginum til að minnka halla á túni sem á spildunni er. Túnið verði síðan ræktað upp.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að miðað við lýsingu framkvæmdaaðila á framkvæmdinni leiki vafi á því að um leyfisskylda framkvæmd sé að ræða þar sem aðeins er um að ræða sléttun túns og lítils háttar breytingu á landhalla á landi sem er á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Nefndin telur t.d. til efs að bændum væri gert að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir sambærilegri framkvæmd enda telur hún að slík framkvæmd verði ekki talin meiriháttar.

Annað sem hlýtur að hafa áhrif á afgreiðslu málsins er sú staðreynd að umsækjandinn mun þegar hafa framkvæmt verkið. Er það ámælisvert og full ástæða til þess að átelja það. Hins vegar telur nefndin það hafa takmarkaða þýðingu að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir þegar gerðri framkvæmd, miklu fremur hlýtur að koma til álita hvort beita eigi framkvæmdaaðilann einhverjum þvingunarúrræðum eða viðurlögum skv. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem verkið er þegar unnið kemur stöðvun framkvæmda ekki til álita og stendur þá það eitt eftir hvort gera eigi framkvæmdaaðilanum að færa spilduna til fyrra horfs en fyrir því er heimild í 3. mgr. 53. gr. skipulaglaga. Það er hins vegar ekki skylt. Telur nefndin að slíkt ætti ekki að koma til álita þar sem áhrif framkvæmdarinnar eru óveruleg og ekki óvenjuleg á skilgreindu landbúnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd getur ekki skorið úr um ágreining aðila um afmörkun landsins en fyrst og fremst verður að leggja það sem ráðið verður af þinglesnum heimildum til grundvallar við úrlausn mála af þessu tagi. Við nánari athugun með þeim rökum sé nefndin þeirrar skoðunar að framkvæmdin geti ekki talist meiriháttar og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, að öðru leyti sé málinu vísað frá.

8.HB - Syðri-langamýri; umsókn um stofnun lóðar

2210008

Erindi frá Birgittu Hrönn Halldórsdóttir, sótt er um heimild til að stofna landeignina Litlu Löngumýri úr landi Syðri-Löngumýrar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum hjá Ráðbarði sf. verkfræðistofu af Bjarna Þór Einarssyni, dags. 22.09.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar Litlu Löngumýrar úr landi Syðri- Löngumýrar L145314.

9.HB - Marðarnúpur land; umsókn um byggingarheimild

2210009

Umsókn frá Kára Snorrasyni, umsókn umbyggingarheimild, um er að ræða að flytja 20 fm gestahús á lóðina Marðarnúpur Land í Vatnsdal.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir leyfi fyrir 20 m2 gestahúsi og leggur til að byggingarfulltrúi vinni málið áfram þegar að tilskilin gögn berast.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.HB - Blöndubyggð 14 - umsókn um leyfi til að hafa sauðfé

2209005

Erindi frá Þórunni Indiönnu Lúthersdóttur, umsókn um leyfi til að vera með 10-20 kindur á vetrarfóðrum í gamla fjárhúsinu við Ólafshús (Blöndubyggð 14).
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í grenndarkynningu skv. 2. mgr 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingu á notkun. Hagsmunaraðilar eru Blöndubyggð 9, 12, 16 og 18. Nefndin fer fram á skriflegt samþykki frá Matvælastofnun og eigendum húsnæðisins. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gerð verði samþykkt um búfjárhald í þéttbýli.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?