Opið kvennamót, í minningu Evu Hrundar Pétursdóttur, verður haldið á Vatnahverfisvelli sunnudaginn 13. júlí n.k. en mótið er í umsjón Golfklúbbsins Óss á Blönduósi. Er þetta í þriðja sinn sem klúbburinn stendur fyrir þessu minningarmóti. Mæting er kl. 9:30 en ræst verður út af öllum teigum kl. 10:00.

Keppt verður í þremur flokkum og verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum flokkum. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið er úr skorkortum viðstaddra í vöfflukaffi í lokin. Óhætt er að segja að von er á góðum degi á Vatnahverfisvelli þann 13. júlí.

Mótsgjaldið er 6.000 krónur. Innifalið er hið annálaða vöfflukaffi GÓS-kvenna að móti loknu.

Flokkarnir þrír sem keppt verður í eru:

-28,0 – 18 holur

+28,1 – 18 holur

+28,1 – 9 holur

Skráning fer fram í Golfboxinu og nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 18:00 laugardaginn 12. júlí.

Getum við bætt efni þessarar síðu?