Býr í þér viðburðarstjórnandi?

Býr í þér viðburðarstjórnandi?

Blönduósbær leitar að áhugasömum aðila, með þekkingu og reynslu af viðburðarstjórnun, til að stjórna viðburðum í sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu til lengri tíma.
Skoða nánar Býr í þér viðburðarstjórnandi?
Kynning á dreifnámi í Austur-Húnavatnssýslu

Kynning á dreifnámi í Austur-Húnavatnssýslu

Fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi, klukkan 17:00, munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður dreifnáms í A-Hún, Margrét Helga Hallsdóttir, námsráðgjafi FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu dreifnáms í A- Hún og FNV. Allir nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum A-Hún eru sérstaklega boðaðir til fundarins ásamt foreldrum eða forráðamönnum.
Skoða nánar Kynning á dreifnámi í Austur-Húnavatnssýslu
Ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna A-Hún.

Ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna A-Hún.

Stjórn Brunavarna A-Hún hefur ráðið Ingvar Sigurðsson sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019. Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSu á árinu 2015.
Skoða nánar Ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna A-Hún.
Starf í þjónustumiðstöð Blönduósbæjar

Starf í þjónustumiðstöð Blönduósbæjar

Blönduósbær leitar að aðila í framtíðarstarf í þjónustumiðstöð. Við leitum að metnaðarfullum einstakling með áherslu á vinnu við veitur og þjónustu við stofnanir sveitarfélagsins. Aðilinn verður að vera stundvís, sýna sjálfstæð vinnubrögð og búa yfir góðum mannlegum samskiptum.
Skoða nánar Starf í þjónustumiðstöð Blönduósbæjar
Heimaþjónusta/ Pomoc Domowa

Heimaþjónusta/ Pomoc Domowa

Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsfólk í framtíðarstarf við heimaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf og sé orðinn 25 ára. Vinnutími er samkomulag á milli þjónustuþega og starfsmanns. Um er að ræða hlutastarf sem er tilvalið með annarri vinnu.
Skoða nánar Heimaþjónusta/ Pomoc Domowa
Ratsjáin og Ræsing Húnaþinga

Ratsjáin og Ræsing Húnaþinga

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við sveitarfélög í Húnavatnssýslum, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs á svæðinu. Í auglýsingu segir að þátttakendur fái leiðsögn og fræðslu í áætlanagerð, vöruþróun og frumgerðasmíð. Verkefnið hefst í febrúar og skila þátttakendur viðskiptaáætlun um verkefni sín í lok apríl. Besta viðskiptahugmyndin fær allt að 1.000.000 krónur í verðlaun.
Skoða nánar Ratsjáin og Ræsing Húnaþinga
Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára

Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára

Blönduóssbær vill vekja athygli á því að þeir námsmenn sem fá húsnæðisbætur hjá sveitarfélaginu þurfa að senda staðfestingu fyrir skólavist á netfangið blonduos@blonduos.is fyrir 22. janúar nk.
Skoða nánar Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára
Getum við bætt efni þessarar síðu?