Svínavatnskirkja
Byggingarár 1882

Svínavatnskirkja

Svínavatn var höfuðbýli að fornu og nýju. Jörðin dregur nafn sitt af samnefndu stöðuvatni. Kirkjustaðurinn stendur við suðaustanvert Svínavatn. Kirkjan er skammt neðan við þjóðveginn. Ekki er ljóst hvenær kirkja reis á Svínavatni. Fyrst er getið um hana í Auðunarmáldaga frá um 1318. Var hún helguð Pétri postula í kaþólskum sið. Svínavatnskirkja er timburhús. Kirkjan stendur á steinsteyptum sökkli. Altaristafla er olíumálverk eftir H.V.Westergaard frá 1902, sem sýnir Krist ganga á Genesaretvatni. Aðrir dýrmætir forngripir eru í kirkjunni.

Þeir sem hafa áhuga á að koma við í Svínavatnskirkju er vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Jón Gíslason Stóra-Búrfelli í síma: 452-7133 eða 868-3750. Opnunartími er eftir samkomulagi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?