bókasafn

Heimilisfang: Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós. 
Sími: 452-4415
Netfang: bokasafn@hunabyggd.is
Forstöðumaður: Katharina Schneider
Heimasíða: facebooksíða
Opnunartímar: Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 13:00-17:00
þriðjudagar kl. 10:00-16:00 og fyrsti laugardagur í mánuði kl. 13:00 - 17:00.

Hægt er að skila bókum í skilakassa í Kjörbúðinni á Blönduósi ef lánþegar komast ekki á opnunartíma.

Í HéraðsbókasafninBækuru eru skráð um 20 þúsund bindi og árlega er keypt mikið úrval af bókum og tímaritum. Einnig er boðið upp tölvuaðgang og upplysingaþjónustu. Aðgangur að safninu er öllum opinn og lánþegaskírteini gildir í eitt ár í senn. Frítt er fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og börn að átján ára aldri. 

Frítt er fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og einnig börn að átján ára aldri. Fyrir þá sem dvelja í skamman tíma á svæðinu er einnig boðið upp á skammtímaskírteini.

Sé eintak af bók eða öðru safngagni ekki til á safninu er hægt að útvega eintakið með millisafnaláni frá öðrum söfnum, en greiða þarf þá gjald upp í póstkostnað. Undantekning eru þó námsbækur: Það er best að lána þær bækur í gegnum skólann.

Á bókasafninu má finna gott úrval af nýjum og gömlum bókum, tímaritum, spilum, skiptibókahillu og leiksvæði fyrir börn. Einnig bækur á ensku, þýsku og pólsku. Stór hluti safnsins hefur verið tengdur við Gegni, samskrá íslenskra bókasafna og er leitabær á netinu: www.leitir.is

Boðið er upp á upplýsingaþjónustu og haldnir viðburðir eins og ratleikir fyrir börn, jóladagskrá og ljósmyndasýningar í samstarfi við Héraðsskjalasafn A-Hún. Nemendur úr leik- og grunnskólanum eru alltaf velkomin og minnsta mál að skipuleggja heimsóknir fyrir utan opnunartíma. Endilega bara hafið samband!

Getum við bætt efni þessarar síðu?