Heimilisiðnaðarsafn

Heimilisfang: Árbraut 29, 540 Blönduós
Opnun: 1. júní - 31. ágúst: 10:00-17:00 alla daga
Vetur: eftir samkomulagi
Sími: 452-4067
Netfang: textile@textile.is
Heimasíða: http://textile.is/

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir safnsins mynda nokkrar ólíkar og sjálfstæðar sýningar: útsaumssýning, sýning á íslenskum þjóðbúningum, Halldórustofa sem helguð er lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981), ullarsýning og árlega ný sérsýning textíllistafólks.

Getum við bætt efni þessarar síðu?