15. fundur 06. september 2023 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson aðalmaður
  • Þórdís Erla Björnsdóttir aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir varamaður
  • Sævar Björgvinsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Sverrir Þór Sverrisson boðaði forföll og í hans stað mætti Maríanna Þorgrímsdóttir. Birgir Þór Harldsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sævar Björgvinsson
Zophonías Ari Lárusson formaður vék af fundi undir þessum lið kl. 16:05 og Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

1.Erindi frá lögmanni Þróunarfélags Gamla bæjarins ehf

2309004

Til umræðu athugasemdir frá lögmanni gamla bæjarins þróunnarfélags ehf dags. 31. ágúst 2023 vegna byggingarleyfis við Brimslóð 10C.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar umræddu máli til byggingafulltrúa þar sem tímarammi grenndarkynningar er liðinn og óvissa ríki um afmörkun lóða á svæðinu.
Á meðan málið er til skoðunar verði ekki gefið út byggingarleyfi.


Zophonías Ari Lárusson formaður kom aftur inn á fundinn kl. 16:50 og tók við fundarstjórn.

2.HB - Umsókn um framkvæmdaleyfi -vegna efnistöku.

2308004

Með innsendu erindi dags. 15. ágúst 2023 óskar Heimir Gunnarsson fyrir hönd Vegagerðarinnar eftir framkvæmdaleyfi skv. 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku. Um er að ræða efnistöku í námu 21777 Syðri-Löngumýri og úr námu 18039 Blöndueyrar við veg 731-03 Svínvetningabraut.

Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.ágúst 2023 til 1.janúar

2025
Skipulags og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita umbeðið framkvæmdaleyfi til 1. janúar 2025.

3.HB- Deiliskipulag við Blöndustöð

2308005

Með innsendu erindi dags. 16. ágúst 2023 óskar Guðmundur Ögmundsson fyir hönd Landsvirkjunar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Blöndustöð.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita umbeðna heimild.

4.HB- Ósk um breytingu á Aðalskipulag Húnavatnshrepps

2308008

Með innsendu erindi dags. 8. maí 2023 óskar Hlín Benediksdóttir fyrir hönd Landsnets eftir breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar í tengslum við undirbúning endurskoðunar aðalskipulags sameinaðs sveitarfélags.

5.HB- Endurskoðun Aðalskipulags Húnabyggðar

2309001

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi sameinaðra sveitafélaga
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir að ríkiskaup taki að sér útboð á verkinu og jafnframt að gert sé ráð fyrir fjármagni í verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

6.HB- Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030-leikskólalóð

2309002

Tekin fyrir óveruleg breyting á Aðalskipulagi Blönduóssbæjar 2010-2030. Tillagan er dagsett 30.8.2023. Breytingin felur í sér stækkun á S1 úr 0,6 í 1,4 ha. Breytingin er talin vera óveruleg þar sem hún mun hafa lítil áhrif á nærliggjandi landnotkun eða íbúa enda staðsett í útjaðri núverandi íbúðabyggðar og í hverfi sem er í byggingu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Breytingin hefur óveruleg áhrif þar sem aðeins er um að ræða umtalsverða breytingu á landnotkun í hverfi sem er að byrja að byggjast upp og næstu lóðir óbyggðar og breytingin ólíkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila.
Lagt er til að sveitarstjórn sendi tillögu um breytingu á aðalskipulagi til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.HB- Breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut

2309003

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut. Tillagan er dagsett 1. september 2023. Breytingin fjallar um stækkun á núverandi leikskólalóð og niðurfellingu á tveimur einbýlishúsalóðum Hólabraut 19 og 21 sem munu falla undir stækkun leikskólalóðar eftir breytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Sævar Björgvinsson vék af fundi kl. 17:25 undir þessum lið.

8.HB- Ástand reiðvegar neðan Miðholts.

2309007

Til umræðu innsent erindi frá Jónu Ólafsdóttur dags. 31. ágúst 2023 vegna ástand reiðvegar neðan Miðholts.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að öryggi notenda reiðvegarins verði tryggð hið fyrsta og lega hans verði endurskoðuð við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags Húnabyggðar.
Sævar Björgvinsson kom aftur inn á fundinn 17:40
Þórdís Erla Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

9.HB - Miðholt 2, umsókn um lóð.

2307002

Til umræðu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Norðurlandsveg Miðholt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt deiliskipulag fari í heildarendurskoðun með það fyrir augum að minnka lóðarstærðir áður en kemur til úthlutunar lóða á svæðinu.
Þórdís Erla Björnsdóttir kom aftur inn á fundinn.

10.HB- Hraðaakstur í þéttbýli

2309005

Á 36. fundi byggðarráðs þann 17. ágúst 2023 var vísað til skipulags- og byggingarnefndar erindi vegna hraðaaksturs í þéttbýli.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir áhyggjur íbúa sveitarfélagsins og leggur til við sveitarstjórn að yfirstandandi vinnu við umferðaröryggisáætlun Húnabyggðar verði flýtt eins og kostur er.

11.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 2

2307002F

Til kynningar afgreiðslufundur byggingafulltrúa.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fundargerðina.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?