12. fundur 07. júní 2023 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varamaður
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Grímur Rúnar Lárusson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen
Dagskrá

1.HB - Steiná 3 lóð 1, umsókn um niðurrif.

2305004

Sótt er um niðurrif á geymslu matshluta 03, sem stendur við íbúðarhúsið að Steiná III lóð 1.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á geymslu mhl 03 í landi Steiná III lóð 1, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðulands vestra. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.HB - Húnabraut 29, umsókn um byggingarheimild.

2305002

Sótt er um leyfi fyrir 201,7 m² nýbyggingu við suð/vestur hlið núverandi iðnaðarhúss Trésmiðjunnar Stíganda ehf. kt. 550793-2459. Nýbygging yrði matshluti 07 á lóðinni miða við fasteignaskrá og skráist sem þrjár einingar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimild með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir aðliggjandi nágranna við Húnabraut 27.

3.Hólabær-fjósbygging

2205001

Unmsókn um byggingarleyfi fyrir 770m² fjósbyggingu í landi Hólabæjar. Fyrirhuguð er að byggja neðan þjóðvegar á móts við núverandi fjárhús. Fjósið verður með steyptum haugkjallara, yfirbygging verður úr límtré og klædd með yleiningum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita byggingarleyfi fyrir 770m² fjósbyggingu í landi Hólabæjar með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.

4.HB - Stekkjarvík, umsókn um framkvæmdarleyfi.

2305003

F.h Norðurás bs. er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á urðunarhólfi í Stekkjarvík í landi Sölvabakka í Húnabyggð eins og fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

5.HB - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara.

2303002

Míla óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á eftirfarandi svæðum, Efstabraut, Heiðarbraut, Hlíðarbraut, Holtabraut, Hólabraut, Melabraut, Urðarbraut, Mýrarbraut að austanverðu frá Sunnubraut að félagsheimili, frá Blöndubyggð 10 til Aðalgötu 6.

Míla óskar einnig eftir að fá aðstöðu fyrir geymslu á efni og tækjum á meðan framkvæmd stendur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara og að verkefnið verði unnið í samráði við þjónustumiðstöð Húnabyggðar.
Nefndin leggur til að aðstaða fyrir geymslu á efni og tækjum á meðan framkvæmd stendur yfir verði unnið í samráði við sveitarstjóra.

6.HB - Húnabraut 4, umsókn um stofnun lóðar.

2302008

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila uppsetningu á þremur rafhleðslustöðvum á bílastæði við Melabraut 2.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?