• Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
    • Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi hefst 15. apríl 2022. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna landsins. Íbúar á Norðurlandi vestra geta greitt atkvæði á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og Sauðárkróki, alla virka daga kl. 9:00 – 15:00.
      • Ef kjósanda ber nauðsyn til að nýta kosningarétt sinn yfir páskahelgina er hægt að panta tíma hjá kjörstjóra á Blönduósi í síma 899-7849 og á Sauðárkróki í síma 891-9184.
    • Fimmtudaginn 12. maí 2022, verður opið til kl. 19:00 á báðum skrifstofum.
    • Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 12. maí 2022
    • Kosið verður á HSN Blönduósi og Sauðárkróki í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar.
    • Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum við kosninguna.
  • Hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?