Umhverfisverðlaun eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.

 

Laugardaginn 16.júlí, á Húnavöku voru veittar 3 viðurkenningar:

  • Viðurkenning í þéttbýli, 
  • Viðurkenning í dreifbýli
  • Sérstök viðurkenning 

 

Það voru þau Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Jónas Rúnar Guðmundsson íbúar á Mýrarbraut 25 sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í þéttbýli. Einnig hlaut bóndinn Jónatan Líndal á Holtastöðum viðurkenningu í dreifbýli fyrir snyrtilegt umhverfi.

 Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á Blönduósi hlaut sérstaklega viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi. 

Varaformaður Umhverfisnefndar, Berglind Hlín Baldursdóttir afhenti umhverfisverðlaunin fyrir hönd Umhverfisnefndar.

Húnabyggð óskar öllum innilega til hamingju með verðlaunin!

 

mynd

mynd

mynd

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?