Síðast stefnumótunarfundurinn fyrir sumarfrí er á eftir klukkan 18:00 og að þessu sinni ætlum við að fjalla um umhverfis- og orkumál.

 

Til okkar eru komnir góðir gestir þeir Börkur Smári Kristinnsson og Einar Þorvarðarson frá fyrirtækinu Pure North en þeir munu hjálpa sveitarfélaginu með úrgangsmál á næstu mánuðum. Börkur mun halda erindi um nútíma nálgun úrgangs- og umhverfismálum en Pure North er eitt af fáum ef ekki eina fyrirtæki landsins sem er í eiginlegri endurvinnslu, en fyrirtækið er m.a. þekkt fyrir að endurvinna heyrúlluplast frá bændum.

 

Þeir eru komnir og þegar farnir að skoða ofan í ruslagámana okkar og ætla að heimsækja Stekkjarvík áður en fundurinn hefst á eftir.

 

Ef tími vinnst til þá fjöllum við líka um orkumálin en þar þarf m.a. að velta fyrir sér hvort að við viljum áfram vera með heitt vatn og hvað við ætlum að gera með vindinn.

 

Vonumst til að sjá sem flesta á eftir!

     

Getum við bætt efni þessarar síðu?