• Kæru sveitungar
    • Þetta eru sannarlega óvenjulegir tímar sem nú eru runnir upp. Eins og fram hefur komið verður sett á fjögurra vikna samkomubann í landinu frá og með mánudeginum 16. mars næstkomandi. Með því er ætlunin að draga úr faraldrinum og þannig minnka álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnendur hjá Húnavatnshreppi vinna nú að því að skipuleggja starfsemina með tilliti til þessa og íslensk sveitarfélög samræma ráðstafanir í starfi leik- og grunnskóla. Þangað til nýtt fyrirkomulag hefur tekið gildi, vinnum við hjá Húnavatnshreppi eftir við  viðbragðsáætlun sem sett var sl. þriðjudag og nánari aðgerðaáætlun frá því í gær. 
      • Mánudaginn 16. mars nk. verður starfsdagur í leik- og grunnskóla, það er gert til að skólarnir nái að skipuleggja starfsemi sína og ráðstafanir til næstu vikna.
    • Við munum eins fljótt og auðið er miðla frekari upplýsingum og leiðbeiningum.
    • Ég hvet íbúa til að sýna þessu vandasama viðfangsefni mikla virðingu. Enn hefur ekkert smit greinst á Norðurlandi vestra. Við þurfum að gæta mikillar varkárni í samskiptum og fara í einu og öllu að fyrirmælum fagfólks. Það er í okkar höndum að lágmarka áhrif þessa faraldurs.
    • Ég biðla til ykkar, um að við hjálpumst að á þessum óvenjulegu tímum.
      • Helstu atriði úr Aðgerðaáætlun Húnavatnshrepps:
        • Heimsóknir
          • Tekið hefur verið fyrir heimsóknir í stofnanir og húsnæði sveitarfélagsins, nema fyrir þau sem þangað eiga brýn erindi. Það er í höndum forstöðumanna stofnana að sjá um framkvæmd á þessu. Við óskum eftir góðri samvinnu og skilningi.
          • Algert bann, gildir um: 
            • Eldhús leik- og grunnskóla
          • Veruleg takmörkun; einungis notendur þjónustu:
            • Leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug:
              • Engar heimsóknir utanaðkomandi aðila eru leyfðar til okkar og við biðjum um gott samstarf um það.
            • Skrifstofa sveitarfélagsins:
              • Einungis viðskiptavinir með brýn erindi.
            • Bókasafn, Dalsmynni:
              • Lokað
        • Fundir
          • Öllum fundum sem ekki þarf nauðsynlega að halda eða taka þátt í, skal sleppa.
          • Fundi nefnda, ráða og sveitarstjórnar Húnavatnshrepps má halda sem fjarfundi, ef nauðsyn krefur, sbr. væntanlega breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
    • Aðgerðaáætlun Húnavatnshrepps var samþykkt, föstudaginn 13. mars 2020 og hefur þegar verið virkjuð. 

Gleymum ekki gleðinni og kærleikanum, það eru nauðsynlegir meðreiðarsveinar í gegnum lífið

Einar Kristján Jónsson.

 Hér má finna Aðgerðaáætlun:

Hér má finna Viðbragðsáætlun:

Getum við bætt efni þessarar síðu?