Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Samband íslenskra sveitarfélaga höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til varnar útbreiðslu COVID veirunnar.

Föstudaginn 13. mars 2020 settu sóttvarnarlæknir, fulltrúi almannavarna, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra fram tilmæli um skipulag skólahalds næsta mánuðinn vegna stöðunnar. 

Um helgina hafa fræðslustjóri, skólastjórnendur og sveitastjórar í sýslunni fundað og farið yfir tilmæli um skipulag skólahalds. Ljóst er að verulegar breytingar verða á skólastarfi og þurfum við öll að takast á við það með umburðarlyndi og yfirvegun.

  • Leikskóli:
    • Leikskólinn verður opinn en allur skólaakstur leikskólabarna fellur niður (gæti þurft að stytta opnunartíma).
    • Þeir foreldrar sem ætla að hafa börn sín heima láti deildarstjóra vita sem fyrst. 
    • Þegar komið er með barn/börn skal aðeins annað foreldrið koma inn með barninu/börnunum og stoppa eins stutt við og hægt er.
    • Börnin eru í tveimur hópum eins og verið hefur en eiga ekki að fara milli hópa.
    • Starfsmenn sem fara á milli rýma í skólanum þvo sér um hendur og spritta áður en þeir yfirgefa stofu eða svæði.
    • Heimsóknir nemenda milli leik- og grunnskóla falla niður.
    • Sundkennsla fellur niður.
    • Eldri nemendur borða í matsal grunnskólans kl:11:30. Yngri nemendur borða á leikskóla. Allur matur verður skammtaður af starfsmönnum og snertfletir í matsal sótthreinsaðir milli hópa.
    • Snertifletir og salerni  verða sótthreinsuð reglulega og leikföng eins og þurfa þykir.
    • Vinsamlega komið ekki með börn í leikskólann sem eru með kvefeinkenni.
  • Grunnskóli

    • Í skólabílum eiga þeir sem koma frá sama bæ að sitja saman, mikilvægt er að nemendur hafi þvegið sér vel með sápu og sprittað áður en farið er í bílinn.
    • Nemendur verða að fara að fyrirmælum bílstjóranna hvað varðar sætaskipan.
    • Á milli ferða eru allir snertifletir í bílunum sótthreinsaðir.
    • Ef foreldrar kjósa að aka börnum sínum í skólann er það sjálfsagt og ef einhverjir ætla að gera það eru þeir beðnir að láta viðkomandi skólabílstjóra vita.
    • Einnig geta foreldrar haft börnin sín heima ef þeir óska þess og eru þeir þá beðnir um að láta viðkomandi skólabílstjóra og umsjónarkennara vita og vera í sambandi við umsjónarkennara með námsáætlanir.
    • Skóladagurinn er frá kl:8:30 – 13:00.
    • Kennsla í list- og verkgreinum, sundi og íþróttum fellur niður.
    • Kennsla í tónlistarskóla fellur niður.
    • Nemendum er kennt í þremur námshópum: 7. – 10 bekkur, 4.- 6. bekkur og 1.- 3. bekkur.
    • Hverjum hóp verður haldi sér og fær hver hópur sinn tíma í morgunmat, hádegismat og útiveru.
    • Starfsmenn sem fara á milli rýma í skólanum þvo sér um hendur og spritta áður en þeir yfirgefa stofu eða svæði.
    • Allir snertifletir og salerni eru sótthreinsuð reglulega og þrif aukin.
    • Allar heimsóknir í skólann eru bannaðar nema með sérstöku leyfi, foreldrar mega þó sækja börn sín.
    • Vinsamlega sendið börn ekki í skólann sem eru með kvefeinkenni.

Miklu máli skiptir að ræða við börnin um þetta ástand af yfirvegun og reyna að draga úr hræðslu og kvíða. Ég minni líka á mikilvægi handþvottar. Við munum halda ykkur upplýstum eins og hægt er og hvetjum ykkur til að hafa samband við mig eða sveitarstjóra ef spurningar vakna. Mér vitanlega hefur ekki greinst smit á okkar svæði og vona ég svo innilega að þessar aðgerðir muni hjálpa til við að hægja á og draga úr útbreiðslu veirunnar.

Skólastjóri skolastjori@hunavallaskoli.is  s: 8472664

Sveitastjóri einar@hunavatnshreppur.is s: 842 5800

Getum við bætt efni þessarar síðu?