Húnabyggð auglýsir eftir umsóknum um sumarstarf á skrifstofu sveitarfélagsins. Sumarstarfið er tímabundið yfir sumarmánuðina (júní-ágúst) með einhverjum sveigjanleika um lengd og hvenær byrjað er.

Starfið felur í sér ýmiskonar skrifstofustörf eins og símsvörun, vöktun á tölvupóstum, umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum og aðstoð við starfsmenn skrifstofunnar og aðrar deildir innan sveitarfélagsins. Starfið er því mjög fjölbreytt og getur einnig falið í sér aðstoð við rekstur Vinnuskólans o.fl.

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólagráðu í viðskipta-, tölvu-, tækni- og/eða hugvísindanámi eða stundi háskólanám í þessum greinum. Góð tölvukunnátta er skilyrði og sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki er skilyrði þar sem starfið felur í sér þátttöku í ýmiskonar stórum og smáum verkefnum. Góð mannleg samskipti eru nauðsynleg þar sem þjónusta við íbúa sveitarfélagsins er hluti starfsins.

Tekið er á móti umsóknum á tölvupóstfanginu hunabyggd@hunabyggd.is merkt ”Sumarstarf” og umsóknarfrestur er 10.05.2024.

Getum við bætt efni þessarar síðu?