Verkefninu ýtt úr vör, fulltrúar Lögreglu og félagsmálayfirvalda
Verkefninu ýtt úr vör, fulltrúar Lögreglu og félagsmálayfirvalda

Átaksverkefni, Félagsþjónustu Austur - Húnavatnssýslu, Húnaþing vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, var ýtt úr vör, þann 4. desember 2018.

  • Markmið átaksverkefnisins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum.
  • Veita þolendum og gerendum betri þjónustu.
  • Vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.

Það að Lögreglan og félagsmálayfirvöld á Norðurlandi vestra, taki höndum saman, gefur skýr skilaboð út í samfélagið um að ”ofbeldi á heimilum sé ekki liðið” og gerir okkur öll sterkari í því að takast á við þetta verkefni, svo að það skili meiri árangri.

Getum við bætt efni þessarar síðu?