• Dagana 25. nóvember til 10. desember tekur Soroptimistasamband Íslands þátt í alþjóðlega átakinu   sem er átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það er aldrei mikilvægara en nú á tímum covid-19 að vekja athygli á þessum málaflokki. Soroptimistar um allan heim vinna gegn kynbundnu ofbeldi með fræðslu og vitundarvakningu. Einnig hafa Soroptimistar stutt vel við málflokkinn víðs vegar í samfélaginu.
  • Húnavatnshreppur sýnir átakinu samstöðu og roðagyllir Húnavallaskóla.
  • Appelsínuguli liturinn er tákn bjartari framtíðar án ofbeldis.
  • Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri  vináttu og skilningi að leiðarljósi.
  • Skóli
Getum við bætt efni þessarar síðu?