Fyrsti bíllinn hlaðinn
Fyrsti bíllinn hlaðinn
 
  • Á Húnavöllum hafa verið settar upp tvær rafbílahleðslustöðvar. Hver stöð er, 2 x 22 kW, hægt er að hlaða 4 rafbíla í senn. Fræðilega getur hleðsla því orðið 88kW ef rafbílar gætu tekið við þessu afli. Til að heimtaug Húnavallaskóla fari ekki á yfirálag ef hleðsla væri svo mikil á sama tíma og mikið álag væri á svæðinu minnkar straumurinn að rafbílum sem því nemur og eru því hleðslustöðvar álagsstýrðar með nýjustu tækni í þeim málum. Stöðvarnar styðja samskiptastaðalinn OCPP 1.6 til álagstýringar og greiðslulausna.
  • Stöðvarnar eru tilbúnar fyrir staðal ISO15118 sem gerir raforkukerfi kleift að nýta orku rafbíla og þannig keyra raforku frá rafhlöðu rafbíla inn á raforkukerfið. Ekki mun verða þörf að nýta þá tækni eins og er.
  • Hleðslustöðvarnar eru frá sænska framleiðandanum ChargeAmps og eru smíðaðar úr endurunnu áli og eru því umhverfisvænar eins og hægt er. Hægt er að ræsa stöðvar með RFID lykli (eins og bensínlyklarnir). Þá getur hver starfsmaður eða gestur á hóteli fengið RFID lykil og utanumhald á rafmagnsnotkun auðveld. 
  • Húnavatnshreppur fékk styrk frá orkusjóði til framkvæmdarinnar. Orkusjóður hefur styrkt sambærileg verkefni víðs vegar um landið síðasta árið.
  •  Innflytjandi og umboðsaðili AURA hleðslustöðva er RAFBOX ehf.
  • Hönnun raflagna og uppsetning hleðslustöðva var framkvæmt af Átak ehf Blönduósi
  • Uppsetning hleðslustöðva er í samræmi við markmið sveitarfélagsins um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta, draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og bæta með því loftgæði
Getum við bætt efni þessarar síðu?