• Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, kom saman til fundar miðvikudaginn 13. apríl 2022
    • Fór fundurinn fram á skrifstofu sveitarfélagsins á Húnavöllum.
  • Það helsta sem gert var á fundinum:
    • Samþykkt var samhljóða að halda áfram samstarfi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi sveitarfélag.
    • Samþykkt var samhljóða að styrkja verkefnið  um Rauðafjöðrina, vegna kaupa á leiðsöguhundum fyrir blinda.
    • Samþykkt var samhljóða að styrkja Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Hvatar, vegna Gautaborgarleika 2022.
    • Sveitarstjórn tók heilshugar undir bókun SSNV, vegna hugmynda dómsmálaráðherra um endurskipulagningu sýslumannaembætta.
    • Samþykkt var samhljóða að fela Jóni Jónssyni, lögmanni (Sókn lögmannsstofa) að áfrýja dómi E-2482/2021 til Landsréttar.
    • Sveitarstjórn staðfesti 12 ákvarðanir Skipulags og byggingarnefndar, vegna 58. fundar nefndarinnar.
    • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að segja upp aðild að Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál A-Hún. Sameiginleg bókun sveitarfélaganna í Austur Húnavatnssýslu lá til grundvallar.
    • Sveitarstjórn kaus Ægi Sigurgeirsson sem aðalmann í yfirkjörstjórn sameiginlegs sveitarfélags Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og Einar Kristján Jónsson til vara.
    • Sveitarstjórn kaus nýja fulltrúa í kjörstjórn sveitarfélagsins, þær Sigrúnu Hauksdóttur og Sigríði Þorleifsdóttur, sem aðalmenn og Grétu Björnsdóttur og Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur sem varamenn.
    • Sveitarstjórn fór yfir kjörskrárstofn Húnavatnhrepps vegna sveitarstjórnarkosninga, 14. maí 2022. Á kjörskrá eru 301 einstaklingar (170 karlar og 131 konur) Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 19. apríl 2022 til kjördags.

Hér má sjá fundargerð fundarins:

Getum við bætt efni þessarar síðu?